Loom böndin vottuð og örugg

Hér má sjá böndin sem Skor flytur inn. Þau eru …
Hér má sjá böndin sem Skor flytur inn. Þau eru vottuð af viðeigandi stofnunum og örugg leikföng. Skjáskot

„Öll gögn um loom teygjur, prufur og prófunarskýrslur sem teknar eru af vörunum standast fullkomlega öll viðmið Evrópusambandsins varðandi framleiðslu á leikföngum eins og í þessu tilviki loom teygjum,“ segir Sigurður Jónsson framkvæmdarstjóri Danco ehf. sem flytur inn loom teygjur og dreifir á Íslandi frá viðurkenndum aðilum í Hollandi.

Eins og mbl.is sagði frá í gær hafa rannsóknarstofur í Wales í Englandi komist að því að fylgihlutir á loom böndunum sem eru til sölu í leikfangabúðum þar innihaldi of mikið magn af þalötum. Þau geta verið skaðleg í of miklu magni. Þalöt eru þó notuð í okkar nánasta umhverfi og finnast m.a. í hársápu, naglalökkum, sundgleraugum og strokleðrum og eru skaðlaus ef þau eru notuð rétt.

Sigurður leggur áherslu á að  loom böndin sem Danco flytur inn og selur m.a. í Fjarðarkaupum standast allar prófanir um öryggi vöru.

„Í loom teygjum, eins og fjöldanum öllum af plastvörum, eru þalöt og samkvæmt viðmiðunarstuðli og reglum á Íslandi og í Evrópusambandinu þá má þalat ekki fara yfir 0.1 % í vörunni. Samkvæmt niðurstöðum úr prófunarskýrslum á vörunum , sýna þær að þalat er vel innan við öll viðmiðunarmörk og reglum.“

Heildsalan Skor ehf. flytur einnig inn loom bönd. Ólafur Magnússon, framkvæmdarstjóri Skor segir að öll loom bönd sem Skor flytji inn séu vottuð og í lagi. „Skor selur loom bönd m.a í Hagkaup, Bónus, N1,  A4, Samkaup, Fjarðarkaup ásamt fjölda verslana um land allt. Eru þau öll vottuð af viðeigandi stofnunum.“

„Mögulegt eiturefni í Loom böndum“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert