Bleikar þyrluferðir í október

Á leið í bleikt þyrluflug.
Á leið í bleikt þyrluflug. mbl.is/Árni Sæberg

Októbermánuður er tileinkaður Bleiku slaufunni, árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Margir ráku upp stór augu í gær þegar fagurbleik þyrla Reykjavík Helicopters flaug yfir borgina. Bleika litinn fékk þyrlan vegna samstarfsverkefnis fyrirtækisins og Krabbameinsfélagsins og mun félagið njóta góðs af sölu Reykjavík Helicopters í mánuðinum en hluti af verði seldra ferða mun renna til söfnunarinnar.

Ennfremur verður boðið upp á sérstakar bleikar útsýnisferðir yfir höfuðborgina út þennan mánuð og mun allur ágóði þeirra ferða renna til söfnunarinnar. Ferðirnar verða auglýstar sérstaklega á Facebook-síðum Reykjavík Helicopters og Bleiku slaufunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »