Ógreiddar skuldir við spítalann háar

Ógreiddar skuldir við Landspítalann nema alls um 1.230 milljónum króna.

Íslendingar skulda 310 milljónir í komu- og sjúklingagjöld, skuldir á erlendum kennitölum nema 220 milljónum og aðrar skuldir, s.s. fyrirtækja og annarra heilbrigðisstofnana, um 700 milljónum.

Kröfur vegna ósjúkratryggða einstaklinga er erfiðast að innheimta en það eru kröfur á útlendinga sem hafa þurft læknisþjónustu hér og Íslendinga sem hafa ekki dvalið lengur en sex mánuði í landinu og eru því sjúkratryggðir hér. 

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigrún Guðjónsdóttir, deildarstjóri á fjármálasviði spítalans, að erfiðlegar gangi að innheimta kröfur nú en oft áður og þá hafi staðgreiðsluhlutfallið á spítalanum lækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert