Þurfa að greiða sektir

Hraunavinir fjölmenntu í réttarsalinn í dag.
Hraunavinir fjölmenntu í réttarsalinn í dag. mbl.is/Eggert

Níumenningarnir sem ákærðir voru fyrir mótmælin í Gálgahrauni í Garðabæ í fyrra, voru allir dæmdir til þess að greiða 100 þúsund króna sektir í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ella sæta þau fangelsi í átta daga. 

Dómarnir yfir þeim öllum hljóðaði eins og er þeim einnig gert að greiða málskostnað málsins, 150 þúsund krónur hvert. Ekkert þeirra tjáði sig um dóminn við upplestur hans en nokkur þeirra höfðu orð á því að þau íhugi að áfrýja. Voru þau öll viðstödd dómsuppkvaðninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert