Vélarrúmið fór að fyllast af vatni

Skipshöfninni á bátnum Lágey ÞH 265, sem var við veiðar út af Melrakkasléttu, brá heldur í brún í hádeginu í dag þegar hún varð þess áskynja að vélarrúmið var að fyllast af vatni.

Þeir höfðu snör handtök, hófu dælingu og óskuðu eftir aðstoð frá landi. Björgunarskipið Gunnbjörg á Raufarhöfn, hélt til móts við Lágey en Háey ÞH dró bátinn til hafnar. Voru þeir komnir til Raufarhafnar tveimur og hálfum tíma síðar. Engum varð meint af, enda veður og sjólag gott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert