Við erum hermenn hafsins

Tómas J. Knútsson.
Tómas J. Knútsson. Þórður Arnar Þórðarson

„Ég hef unnið margar orrustur, hef ekki enn unnið stríðið, en ég mun halda áfram á meðan ég hef heilsu til þess. Ég er búinn að sjá allt sem hægt er að sjá neðansjávar; bæði dýrðina og sóðaskapinn. Einn góðan veðurdag sagði ég sóðaskapnum stríð á hendur,“ segir Tómas J. Knútsson kafari og köfunarkennari í Sandgerði og stofnandi Bláa hersins.

Blái herinn eru umhverfis- og hreinsunarsamtök sem Tómas stofnaði í Keflavík árið 1995. Síðan þá hefur herinn skipulagt og framkvæmt á annað hundrað hreinsunarverkefni í fjörum og sjó víða um land, auk þess að vinna að vitundarvakningu á þessu sviði. Liðsmenn hersins hafa unnið yfir 50.000 stundir og hreinsað yfir 1.100 tonn af rusli af sjávarströndum og úr höfnum. Þar af eru um 300 dekk og 100 rafgeymar. Allt er þetta unnið í sjálfboðastarfi, stundum í samstarfi við íþróttafélög og frjáls félagasamtök.

Tómas var 16 ára þegar hann kafaði í fyrsta sinn, hann á að baki 6.800 kafanir víða um heim en er nú hættur að kafa af heilsufarsástæðum eftir 40 ára köfunarferil.

Efldi Bláa herinn eftir slysið

„Ég var alinn upp við Kanasjónvarpið, þar sá ég köfunarþætti Cousteau. Ég gjörsamlega féll í trans og hugsaði með mér: þetta vil ég gera. Þegar ég byrjaði að kafa var þetta sagt við mig: Ef þú virðir hafið og ert þar sem gestur, þá mun þér ganga vel. Ég hafði það að leiðarljósi. Þegar ég horfi út á hafið koma þau augnablik að ég sakni þess. Ég skil sáttur við köfunina, en hugleiði líka oft það sem miður fór.“

Árið 1998 lést einn nemenda Tómasar við köfun. Það varð honum mikið áfall, en varð til þess að hann ákvað að efla Bláa herinn. „Ungur drengur, Rúnar Bárður Ólafsson, lést í köfun hjá mér. Hann hafði hlakkað til að verða meðlimur Bláa hersins og ég hét því að heiðra minningu hans með því að vinna ötullega að þessum málefnum sem hann hlakkaði til að taka þátt í. Eftir þetta fór ég í baráttuna af heilum hug.“

Köfuðu eftir fé til tækjakaupa

Tómas og nemendur hans hófu að kafa eftir akkerum og bólfærum sem lágu við leguna í Keflavík, seldu þau og öfluðu þannig fjár til að kaupa lyftibelgi til að hífa þyngri hluti, eins og t.d. vörubíladekk, upp af sjávarbotni. Nafnið Blái herinn var síðan hugmynd nemenda Tómasar og festist það fljótt við hópinn. „Jú, herinn er blár vegna þess að við erum að þrífa hafið. Við erum hermenn hafsins.“

Hvað þarf góður kafari að hafa til að bera? „Í fyrsta lagi góða heilsu. Svo þarf hann alltaf að vera með plan B, sem þarf að vera jafn pottþétt og plan A. Maður veit aldrei hvað kemur upp á.“

Samstarf við Eimskip

Spurður hvort umhverfismál hafi alla tíð verið honum hugleikin segir Tómas svo vera. Hann fór ungur til sjós, var messagutti á skipum Sambandsins og eitt af verkum hans var að losa rusl í sjóinn. „Öllu var fleygt fyrir borð, mér sveið að þurfa að gera það og kannski er ég að einhverju leyti að bæta fyrir þetta. Það sem ég hef barist fyrir í gegnum tíðina er að við göngum almennilega um náttúruna. Við eigum bara eitt eintak af þessari jörð,“

Að sögn Tómasar fær Blái herinn um milljón í opinbera styrki á ári hverju og nýtur einnig velvildar ýmissa fyrirtækja og aðila. Nú stefnir í að starfsemi Bláa hersins fari í fastari farveg, því þessa dagana er verið að þróa samstarf við Eimskip um umhverfisvernd og verður það líklega kynnt á næsta ári. Tómas og Blái herinn eru í samstarfi við ýmsa innlenda og erlenda aðila á sviði umhverfisverndar og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín að umhverfis- og hreinsunarmálum, núna síðast Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tómas segir að fyrir utan það að vera mengandi geti rusl í hafi ógnað öryggi báta. Er þetta ekki óvinnandi verk, að halda fjörum og hafsbotni við strendurnar hreinum? „Við lítum ekki þannig á það. Auðvitað er af nógu að taka, en við höfum tekið nokkur svæði hérna á Reykjanesi í fóstur, m.a. Sandvík, Fitjar, Kópuvík og Garðsskagafjöru. Þar höfum við virkjað heimafólk með okkur og það gengur sífellt betur.“

Við eigum bara eitt haf

Tómas segir allan gang á því hvernig rusl berist í sjóinn. Oft sé um að ræða rusl sem hent sé á víðavangi og fjúki síðan út á sjó. Spurður hvernig þungir hlutir á borð við dekk og rafgeyma endi í sjónum segir hann að enn eigi fólk til að henda dekkjum í sjóinn, rafgeymunum sé hent beint niður þegar verið sé að skipta um þá í bátunum úti á sjó.

„Við eigum bara eitt haf og megum þakka fyrir að það er ekki eins slæmt ástand við Íslandsstrendur og víða annars staðar. Við getum sýnt umheiminum hvernig hægt er að hafa þessa hluti í lagi, það yrði sterkur stimpill á íslenskar sjávarafurðir. En til þess þurfum við að taka þessi mál alvarlega.“

Tómas J. Knútsson.
Tómas J. Knútsson. Þórður Arnar Þórðarson
Tómas á ýmsa gripi úr Flags of our Fathers.
Tómas á ýmsa gripi úr Flags of our Fathers. Þórður Arnar Þórðarson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í gær Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...