Það er ævintýri að vinna með Dorrit

„Mitt einkenni er litirnir og sígild snið sem ég skreyti síðan með smáatriðum. Reyndar er ég mikil blúnda; ég elska allt krúsidúllerí; pífur, blúndur og slaufur og á erfitt með að sleppa þeim.“ Þetta segir Helga Björg Steinþórsdóttir, fatahönnuður í Mýr Design, sem er með vinnustofu sína og verslun í frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.

Helga er menntuð í fatasaumi og hóf að hanna föt árið 2006, þá búsett í Austurríki. „Þetta byrjaði með hálsmenum og armböndum, síðan fór ég að prjóna, svo að sauma. Þetta vatt upp á sig og ég hélt áfram með það sem gekk vel.“

Helga segist fá hugmyndir víða að. „Mér finnst óskaplega gaman að leika mér með form og liti, ég er ekki mikið fyrir svart.“

Í grunninn eru flíkur Helgu sígildar í sniðinu, sumar þeirra hafa verið saumaðar eftir sama sniði í mörg ár, en efnið er mismunandi og sömuleiðis ýmis smáatriði í flíkinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún jakka sem hún hefur saumað eftir sama sniðinu en úr mismunandi efnum síðan 2007 en hún saumar aldrei fleiri en einn í hverri stærð. Það gildir reyndar um öll föt sem Helga hannar.

Málverk og föt

Mýr Design er selt á Ásbrú, í Keflavík, á Facebook-síðu Mýr Design og í galleríinu Atelier Einfach í borginni Linz í Austurríki. Það rekur Helga ásamt Lindu systur sinni sem er listmálari og búsett þar ytra. Systurnar hafa haldið sýningar saman og Helga segir vel fara á því að sýna saman málverk og fatnað. „Fötin mín og myndirnar hennar passa vel saman,“ segir hún og bætir við að Linda prjóni geysivinsælar húfur sem seldar eru hjá Mýr Design.

Helga kynnir nýjar línur á vorin, haustin og fyrir jólin og segir viðskiptamannahópinn fjölbreyttan. „Þetta eru föt fyrir allar konur og mér finnst skipta miklu máli að fötin fari ekki úr tísku. Að konan geti átt fötin lengi og að henni líði vel í þeim,“ segir hún.

Meðal viðskiptavina Helgu er Dorrit Moussaieff forsetafrú, en Helga hefur um skeið hannað og prjónað lopapeysur sem Dorrit hefur skrýðst við ýmis tækifæri og að auki klæðist Dorrit gjarnan fatnaði frá Mýr Design. Helga segir forsetafrúna hafa gert mikið varðandi kynningu á íslenskri hönnun. „Það er svo gaman að vinna fyrir hana, hálfgert ævintýri og ég er óskaplega stolt af því.“

Allt breyttist við veikindin

Í fyrra greindist Helga með krabbamein í lunga og í kjölfarið var annað lungað tekið. „Allt breytist þegar maður gengur í gegnum svona veikindi. Maður verður svo hamingjusamur með allt. Þetta setti auðvitað heilmikið strik í reikninginn varðandi Mýr Design, mér fannst ég ekki geta gert nein framtíðarplön, en núna get ég farið að huga að því.“ Spurð um í hverju þau felist segir Helga að nokkrum sinnum hafi henni verið boðið upp á samstarf um fjöldaframleiðslu á hönnun hennar, en hingað til hefur hún hafnað því. „Ég er svo ánægð með þetta persónulega samband sem ég hef við marga í mínum kúnnahópi. Það er eitthvað sem ég vil alls ekki missa.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...