„Þetta var mest fíflagangur framan af“

Rakari, eftirherma, veitingamaður, fjölmiðlamaður, skemmtikraftur, trúður og töframaður í spænskum sirkus, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi. Ekki má gleyma titlinum ástríðufullur golfari. Líklega vantar einhver störf á listann. Ferilsskrá Jörundar Guðmundssonar er fjölbreytt, nú rekur hann vinsælan veitingastað, Gamla pósthúsið, í gömlu pósthúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd og segist hvergi annars staðar vilja búa og starfa.

Jörundur er einkum þekktur fyrir eftirhermur sínar af ýmsum þekktum mönnum. „Ætli ég hafi ekki byrjað á þessu þegar ég var strákur í sveit í Fagranesi í Aðaldal. Þetta var einskonar þjóðaríþrótt í sveitinni, að herma eftir sveitungunum og þarna voru margir góðir í því,“ segir Jörundur um upphaf þess að hann hermdi eftir fólki í atvinnuskyni. „Þetta var mest fíflagangur framan af, síðan kom ég fyrst fram opinberlega með eftirhermur á árshátíð Þjóðviljans.“ Það var árið 1968 og í kjölfarið fylgdu skemmtanir víða um land, útvarps- og sjónvarpsþættir og hljómplötur. Hann ferðaðist m.a. um landið með Óla Gauk og Svanhildi, síðar með Halla og Ladda og var hluti hóps sem skemmti á Þórscafé árum saman undir nafninu Þórskabarett. „Ég hætti þessu svo að mestu í kringum 1990. Mér fannst eins og neistinn væri farinn að dofna. Ég spurði sjálfan mig heiðarlega: Ef þú hefur ekki gaman af þessu, heldurðu þá að fólkið sem hlustar á þig hafi gaman af? En ég fór sáttur út úr þessu. Ætli ég hafi ekki síðast hermt eftir í atvinnuskyni þegar ég var fararstjóri á eyjunni La Gomera á Kanaríeyjum.“

Rólegt og gott líf

Á þeirri litlu eyju var hann búsettur um nokkurra ára skeið ásamt Guðrúnu Kolbeinsdóttur eiginkonu sinni. Þar voru þau fararstjórar og störfuðu einnig við ferðaþjónustu. „Við settumst þarna að fyrir tilviljun. Við bjuggum fyrst í ár á Gran Canaria, þar sem ég starfaði á fasteignasölu og ráðlagði Skandinövum við kaup og leigu á húsnæði.“ Kynni af ferðafrömuði á La Gomera urðu til þess að hjónin fóru að starfa fyrir hann. „Við ákváðum að slá til í eitt ár, sem síðan urðu þrjú. La Gomera er lítið snortin af ferðamönnum, þarna búa um 20.000 manns og lífið þarna er mjög rólegt, mucho tranquila eins og Spánverjarnir segja. En mjög gott líf.“

Árið 2008, þegar kreppti að víða um heim, fækkaði ferðamönnum það mikið á þessum slóðum að ekki var lengur grundvöllur fyrir ferðaþjónustunni og þá leitaði hugur Jörundar og Guðrúnar til Voga, en þar höfðu þau áður verið búsett „Ég var farinn að bera víurnar í þetta hús hér,“ segir hann og á þar við gamla pósthúsið þar sem hann rekur veitingastað sinn. „Keypti húsið, breytti því og innréttaði og opnaði síðan veitingastaðinn í júní 2011,“ segir Jörundur og segir að Guðrún eigi mestan heiðurinn af rekstrinum. „Ég kem lítið inn í eldhúsið, fæ svona að vera með.“

Ein stór matarkista

Fyrsta árið buðu hjónin eingöngu upp á pítsur, en aukin eftirspurn sem ekki síst varð vegna fjölgunar ferðamanna á svæðinu, varð til þess að þau ákváðu að bjóða upp á fjölbreyttari mat. Þau leggja nú áherslu á fiskrétti, einkum steinbít og sjóbleikju sem þau fá af svæðinu. „Hér er ein stærsta matarkista á landinu,“ segir Jörundur. „Hérna á svæðinu er eitt stærsta svínabú landsins, stór steinbítsverkun, mikið bleikjueldi, hrognaframleiðsla og eggjabú. Þetta litla sveitarfélag leynir á sér.“

Samhliða því að skemmta landanum rak Jörundur rakarastofu sína við Hlemm um áratuga skeið. Hann hætti að klippa og raka fyrir allmörgum árum og eina hárið sem hann skerðir þessa dagana er á höfði Guðrúnar eiginkonu hans.

Þá flutti hann inn breskt tívolí um 18 ára skeið, en eftir bankahrunið brast grundvöllurinn fyrir því. „Ætli ég hafi ekki alltaf verið að reyna að skemmta mér og öðrum,“ segir hann um þetta framtak sitt.

Gríðarlega gott í Vogum

Jörundur er fæddur og uppalinn á Akureyri og á þar nú átta barnabörn. Hann hefur verið búsettur víða, í Vogum unir hann hag sínum vel og vill hvergi annars staðar búa. Hann er ötull golfari, var einn af stofnendum golfklúbbsins í bænum og segir völlinn besta níu holu völl á landinu. „Hér er allt til alls, stutt í allar áttir. Þetta er rólegt og sérlega barnvænt samfélag. Af öllum þeim stöðum þar sem ég hef búið, hefur mér liðið einna best hér í Vogum. Hér er gríðarlega gott að vera“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...