„Þetta var mest fíflagangur framan af“

Rakari, eftirherma, veitingamaður, fjölmiðlamaður, skemmtikraftur, trúður og töframaður í spænskum sirkus, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi. Ekki má gleyma titlinum ástríðufullur golfari. Líklega vantar einhver störf á listann. Ferilsskrá Jörundar Guðmundssonar er fjölbreytt, nú rekur hann vinsælan veitingastað, Gamla pósthúsið, í gömlu pósthúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd og segist hvergi annars staðar vilja búa og starfa.

Jörundur er einkum þekktur fyrir eftirhermur sínar af ýmsum þekktum mönnum. „Ætli ég hafi ekki byrjað á þessu þegar ég var strákur í sveit í Fagranesi í Aðaldal. Þetta var einskonar þjóðaríþrótt í sveitinni, að herma eftir sveitungunum og þarna voru margir góðir í því,“ segir Jörundur um upphaf þess að hann hermdi eftir fólki í atvinnuskyni. „Þetta var mest fíflagangur framan af, síðan kom ég fyrst fram opinberlega með eftirhermur á árshátíð Þjóðviljans.“ Það var árið 1968 og í kjölfarið fylgdu skemmtanir víða um land, útvarps- og sjónvarpsþættir og hljómplötur. Hann ferðaðist m.a. um landið með Óla Gauk og Svanhildi, síðar með Halla og Ladda og var hluti hóps sem skemmti á Þórscafé árum saman undir nafninu Þórskabarett. „Ég hætti þessu svo að mestu í kringum 1990. Mér fannst eins og neistinn væri farinn að dofna. Ég spurði sjálfan mig heiðarlega: Ef þú hefur ekki gaman af þessu, heldurðu þá að fólkið sem hlustar á þig hafi gaman af? En ég fór sáttur út úr þessu. Ætli ég hafi ekki síðast hermt eftir í atvinnuskyni þegar ég var fararstjóri á eyjunni La Gomera á Kanaríeyjum.“

Rólegt og gott líf

Á þeirri litlu eyju var hann búsettur um nokkurra ára skeið ásamt Guðrúnu Kolbeinsdóttur eiginkonu sinni. Þar voru þau fararstjórar og störfuðu einnig við ferðaþjónustu. „Við settumst þarna að fyrir tilviljun. Við bjuggum fyrst í ár á Gran Canaria, þar sem ég starfaði á fasteignasölu og ráðlagði Skandinövum við kaup og leigu á húsnæði.“ Kynni af ferðafrömuði á La Gomera urðu til þess að hjónin fóru að starfa fyrir hann. „Við ákváðum að slá til í eitt ár, sem síðan urðu þrjú. La Gomera er lítið snortin af ferðamönnum, þarna búa um 20.000 manns og lífið þarna er mjög rólegt, mucho tranquila eins og Spánverjarnir segja. En mjög gott líf.“

Árið 2008, þegar kreppti að víða um heim, fækkaði ferðamönnum það mikið á þessum slóðum að ekki var lengur grundvöllur fyrir ferðaþjónustunni og þá leitaði hugur Jörundar og Guðrúnar til Voga, en þar höfðu þau áður verið búsett „Ég var farinn að bera víurnar í þetta hús hér,“ segir hann og á þar við gamla pósthúsið þar sem hann rekur veitingastað sinn. „Keypti húsið, breytti því og innréttaði og opnaði síðan veitingastaðinn í júní 2011,“ segir Jörundur og segir að Guðrún eigi mestan heiðurinn af rekstrinum. „Ég kem lítið inn í eldhúsið, fæ svona að vera með.“

Ein stór matarkista

Fyrsta árið buðu hjónin eingöngu upp á pítsur, en aukin eftirspurn sem ekki síst varð vegna fjölgunar ferðamanna á svæðinu, varð til þess að þau ákváðu að bjóða upp á fjölbreyttari mat. Þau leggja nú áherslu á fiskrétti, einkum steinbít og sjóbleikju sem þau fá af svæðinu. „Hér er ein stærsta matarkista á landinu,“ segir Jörundur. „Hérna á svæðinu er eitt stærsta svínabú landsins, stór steinbítsverkun, mikið bleikjueldi, hrognaframleiðsla og eggjabú. Þetta litla sveitarfélag leynir á sér.“

Samhliða því að skemmta landanum rak Jörundur rakarastofu sína við Hlemm um áratuga skeið. Hann hætti að klippa og raka fyrir allmörgum árum og eina hárið sem hann skerðir þessa dagana er á höfði Guðrúnar eiginkonu hans.

Þá flutti hann inn breskt tívolí um 18 ára skeið, en eftir bankahrunið brast grundvöllurinn fyrir því. „Ætli ég hafi ekki alltaf verið að reyna að skemmta mér og öðrum,“ segir hann um þetta framtak sitt.

Gríðarlega gott í Vogum

Jörundur er fæddur og uppalinn á Akureyri og á þar nú átta barnabörn. Hann hefur verið búsettur víða, í Vogum unir hann hag sínum vel og vill hvergi annars staðar búa. Hann er ötull golfari, var einn af stofnendum golfklúbbsins í bænum og segir völlinn besta níu holu völl á landinu. „Hér er allt til alls, stutt í allar áttir. Þetta er rólegt og sérlega barnvænt samfélag. Af öllum þeim stöðum þar sem ég hef búið, hefur mér liðið einna best hér í Vogum. Hér er gríðarlega gott að vera“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Málarameistari
Málarameistari getur bætt við sig vinnu sími6603830...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...