Tölvan segir nei!

Harðbannað er að sækja vegabréf á skrifstofu Þjóðskrár Íslands, nema greiddar séu kr. 10.000 aukalega. Kr. 20.250 í stað 10.250. Vegabréf sem sæta almennri afgreiðslu eru aðeins send í pósti, heim til fólks eða á skrifstofu sýslumanns, en heimilt er að sækja vegabréf sé um hraðafgreiðslu að ræða.

Í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er hermt af konu sem pantaði vegabréf og enda þótt það væri tilbúið á skrifstofu Þjóðskrár fimm dögum áður en hún þurfti að nota það mátti hún ekki sækja vegabréfið. Þetta kom sér illa fyrir konuna því hún þurfti að fá vegabréfið í hendur í síðasta lagi á föstudegi en pósturinn gat ekki lofað að skila því fyrr en á mánudegi. Ekki var því um annað að ræða fyrir konuna en að greiða kr. 10.000 aukalega fyrir hraðafgreiðslu.

Þegar konan spurði hverju þetta fyrirkomulag sætti varð fátt um svör. Hvorki starfsfólks sýslumannsembættisins í Kópavogi né Þjóðskrár gátu svarað því hvers vegna reglurnar eru svona. Tölvan segir einfaldlega nei!

Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »