Íslendingur hjálpar til í Líberíu

Frá Monróvíu í Líberíu.
Frá Monróvíu í Líberíu. AFP

Íslenskur hjálparstarfsmaður, Gísli Ólafsson, er kominn til Líberíu þar sem hann aðstoðar heimamenn í baráttunni gegn ebólufaraldrinum. Gísli kom til Monróvíu á föstudag með öðru af tveimur flugfélögum sem enn fljúga þangað.

„Að vera mannúðarsinni þýðir það að oft þarf að synda gegn straumnum. Á sama tíma og allir reyna að komast burt frá þeim stað þar sem náttúruhamfarir hafa dunið yfir eða faraldur geisar þá vinna mannúðarsinnar að því að koma sér þangað,“ skrifar Gísli á vefsvæði sitt.

Hann svarar einnig þeirri spurningu sem eflaust brennur á flestum þegar þeir heyra að Íslendingur - eða yfirleitt einhver - sé að fara þangað þar sem mest hætta er á að smitast af ebólu. „Það er af sömu ástæðu og ég og mínir líkar halda til svæða sem hafa orðið illa úti vegna stórra jarðskjálfta, jafnvel þótt við vitum að hætta er á eftirskjálftum. Af sömu ástæðu og við höldum inn á stríðssvæði. Sú vitneskja að vita til þess að fólk er í bráðri neyð, fólk sem hægt er að hjálpa með réttri þekkingu og reynslu. Og það er að vita að til þess að hjálpa því fólki sem er í mestri neyð þurfi einhverjir að færa fórnir og taka áhættu.“

Hann segir að þeir sem fari á slík svæði viti að það sé áhætta en einnig þekki sömu menn þá áhættu og kunni að lágmarka hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert