Vefsíðumálið tekið fyrir í þingnefnd

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Norden.org/Heidi Orava

„Við munum kalla eftir upplýsingum um málið í nefndinni,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við mbl.is.

Vísar hann þar til vefsíðu tengdrar hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem var vistuð undir íslenska léninu Khilafah.is en ISNIC ákvað í gær að loka léninu á þeim forsendum að notkun þess stangaðist á við íslensk lög.

Höskuldur segir að nefndin hafi áhuga á að kynna sér þetta mál. Meðal annars sé að hans mati ástæða til þess að fara yfir þau lög og reglur sem gilda um þessi mál og kanna hvort hugsanlega þurfi að skrepa á þeim frekar. Boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert