Ætti að íhuga að fara í annað lið

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum að ónefndum samflokksmanni, sem þó virðist beint að Bryndísi Loftsdóttur. Hún stofnaði hóp á Facebook undir nafninu Verjum 7% matarskatt, þar sem hvatt er til að ríkisstjórnin falli frá fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu.

Bryndís er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og hefur þessi aðgerð hennar vakið ill viðbrögð samflokksmanns hennar, Brynjars Níelssonar, sem skrifar á Facebooksíðu sína:

„Fjárlagafrumvarpið er mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar. Nú er það þess eðlis að útilokað er fyrir stjórnarliða að vera sammála um allt. Ekkert er við það að athuga að einstakir stjórnarþingmenn og varamenn þeirra viðri áhyggjur sínar og sjónarmið vegna einstakra fjárlagaliða. En að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið.“

Frétt mbl.is: Bryndísi sárnar ummæli Brynjars

Bjarni Benediktsson benti auk þess á að fjármálaráðuneytið hafi ekki gefið út tiltekin neysluviðmið, og að hvergi segi að venjuleg máltíð kosti 248 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert