ESB vill meira af kolmunna

Kolmunni.
Kolmunni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Evrópusambandið hefur sett fram kröfur um aukna hlutdeild í veiðum á kolmunna á næsta ári.

Ekki liggur fyrir hversu mikla aukningu sambandið fer fram á, en ekki er útlit fyrir að samkomulag um veiðarnar náist á fundi strandríkja, sem lýkur í London í dag. Þar verður síðari hluta vikunnar rætt um veiðar á norsk-íslenskri síld, en sá stofn hefur gefið mjög eftir á síðustu árum.

Á síðasta ári var meðal annars deilt um við hversu hátt veiðihlutfall ætti að miða í kolmunna; Norðmenn vildu leyfa mestar veiðar, en Íslendingar minnst. Niðurstaðan var að miða við ákveðna tonnatölu og bíða með ákvörðun um veiðihlutfall til þessa árs. Stjórnun kolmunnaveiðanna verður því væntanlega rædd frekar síðar í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert