Eyðir 135 þúsund í mat og drykk

Meðalfjölskyldan eyðir 135 þúsund krónum á mánuði í mat og …
Meðalfjölskyldan eyðir 135 þúsund krónum á mánuði í mat og drykk. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Niðurstöður um matarútgjöld heimilanna sem fjármálaráðuneytið notar í hverju dæmi fyrir sig eru ekki fengnar úr rannsókn Hagstofu Ísland á útgjöldum heimila heldur settar fram af ráðuneytinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eyðir fjögurra manna fjölskylda 135 þúsund kr. á mánuði í mat og drykk.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands vegna umræðu um matarkostnað heimilanna að undanförnu.

Nokkurs misskilnings hefur gætt þegar fjallað hefur verið um niðurstöður rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila til matarkaupa í umræðu í fjölmiðlum síðustu daga. Af því tilefni vill Hagstofan árétta eftirfarandi atriði og hefur sett þau fram á vef sínum.

Þar má meðal annars sjá að á heimilum þar sem búa hjón eða sambúðarfólk með börn nema heildarútgjöld til matar og drykkjar í dagvöruverslun 16,2% en samantekin útgjöld til matar og drykkjar ná tæpu 21%. Fyrir hjón með börn eru það 1.619.172 kr. á ári sem eru að meðaltali um 135 þúsund krónur á mánuði. Meðalfjöldi einstaklinga er 3,9 á heimili þar sem búa hjón eða sambúðarfólk með börn. 

Ráðuneytið segist byggja á neyslukönnun Hagstofunnar 

Í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í vikunni segir: 

„Gert er ráð fyr­ir að vægi mat­væla og drykkjar­vöru sé 16,2% af heild­ar­út­gjöld­um. Er það byggt á hlut­fallstöl­um um skipt­ingu út­gjalda í sam­ræmi við op­in­ber­ar töl­ur frá Hag­stofu Íslands sem fengn­ar eru úr neyslu­könn­un sem gerð var árin 2010-2012 og byggð á gögn­um frá 1772 heim­il­um.

Frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti, vöru­gjaldi og barna­bót­um leiðir til þess að ein­stak­ling­ar hafi meira á milli hand­anna og verðlag lækki. Gert er ráð fyr­ir því að tekj­ur rík­is­sjóðs drag­ist sam­an um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skatt­ar eru því að lækka.

<div>Í fylgiskjali með frum­varp­inu er að finna nokk­ur dæmi um fjöl­skyld­ur með og án barna, miðað við mis­mun­andi heild­ar­út­gjöld og tekj­ur, þar sem fram kem­ur að það er sterkt sam­band á milli þess sem menn afla og eyða. Þannig má álykta miðað við gefn­ar for­send­ur að fjög­urra manna fjöl­skylda sem eyðir 2 m.kr. á ári eða tæp­um 170 þús. kr. á mánuði í mat hafi hátt í 1,5 m.kr. á mánuði í at­vinnu­tekj­ur fyr­ir skatta og verji hærri upp­hæðum í krón­um talið til mat­ar­inn­kaupa en fjöl­skylda með lægri tekj­ur,“ segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins.</div><div><strong>Hagstofan reiknar ekki út sérstök neysluviðmið</strong></div><div><strong> </strong>„1. Í tengslum við umræðu í fjölmiðlum um frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt hefur borið á þeim misskilningi að Hagstofan hafi haft aðkomu að gerð dæma sem reiknuð voru af fjármála- og efnahagsráðuneyti til að meta áhrif fyrirhugaðra skattbreytinga á ráðstöfunartekjur heimila af ákveðinni gerð. Þær viðmiðunartölur um útgjöld heimila sem ráðuneytið miðar við eru reistar á áætlun þess.</div><div>Einu tengslin við útgjaldarannsóknina er að gert er ráð fyrir að hlutur útgjalda til kaupa á mat og drykk í hverju dæmi fyrir sig sé eins og háttar að meðaltali fyrir viðkomandi heimilisgerð í niðurstöðum RÚH. Niðurstöður um útgjöld sem ráðuneytið notar í hverju dæmi fyrir sig eru því ekki fengnar úr rannsókn Hagstofu Ísland á útgjöldum heimila heldur settar fram af ráðuneytinu. Niðurstöður RÚH eru öllum aðgengilegar á vef Hagstofu Íslands og Hagstofan er ekki ábyrg fyrir notkun annarra á þeim að hluta eða í heild.</div>

2. Í umræðunni hefur einnig gætt þess misskilnings að Hagstofan reikni sérstök neysluviðmið en svo er ekki. Hagstofa Íslands kannar reglulega hver raunveruleg útgjöld heimila eru og nýtir þær niðurstöður meðal annars við gerð á grunni fyrir vísitölu neysluverðs. Rannsókn á útgjöldum heimila er athugun á raunverulegum útgjöldum heimila en þar er ekki lagt mat á hvað sé nauðsynleg framfærsla eða æskileg neysla. Eftirfarandi atriði gilda um rannsóknina:

  • Rannsókn á útgjöldum heimilanna er úrtaksrannsókn sem mælir raunveruleg útgjöld heimila í landinu.
  • Í rannsókninni er ekki metið hvort neysla heimilanna sé góð eða slæm eða hvort hún teljist nauðsynleg til framfærslu.
  • Rannsóknin svarar því ekki hvernig útgjöld heimila eru fjármögnuð.


3. Í umræðunni undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kostnað heimila við hverja máltíð. Í útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands er ekki spurt um fjölda máltíða, en líklegt er að ef spurt væri um fjölda máltíða yrðu svörin afar mismunandi eftir gerð heimila og eftir þeim einstaklingum sem þátt taka. Þegar matarútgjöld eru skoðuð er mikilvægt að hafa í huga þá staðreynd að heimili kaupa gjarnan tilbúinn mat eða skyndibita eða neyta matar í mötuneytum vinnustaða eða í skóla. Til að meta heildarkostnað vegna matarútgjalda þarf að bæta kostnaði vegna veitinga- og kaffihúsa, skyndibita og mötuneyta við kostnað vegna innkaupa á matvælum í matvörubúðum. Upplýsingar um meðalkostnað einnar máltíðar er því ekki að finna í rannsókn á útgjöldum heimila,“ segir á vef Hagstofu Íslands.

Sápur og tannkrem einnig keypt í dagvöruverslunum

„Matarinnkaup heimila eru oft gerð í dagvöruverslunum. Þegar fjallað er um útgjöld í slíkum verslunum verður að hafa í huga að þar er selt ýmislegt annað en eingöngu matvörur og óáfengir drykkir. Þar fást t.d. heimilisvörur af ýmsu tagi eins og ljósaperur, eldhúsrúllur, kerti, grillkol, sápur og tannkrem. Stærri verslanir selja líka leikföng, bækur, fatnað og svo margt fleira. Þetta er mikilvægt að hafa í huga því heildarfjárhæð útgjalda í matvörubúðum er oft og iðulega hærri en heildarfjárhæð sem greidd er fyrir matvörur í sömu búðum og því eru heildarútgjöld í matvörubúðum ónákvæmt viðmið á matarkostnað. Í þeirri flokkun sem Hagstofan notar á neysluútgjöldum eru þessar vörur taldar með í útgjöldum á mismunandi stöðum.

Hagstofan hefur vegna umræðunnar undanfarna daga tekið saman algengar spurningar og svör um rannsókn á útgjöldum heimila. Þar er reynt að varpa ljósi á atriði sem vafist hafa fyrir í umræðunni um rannsóknina. Sérstaklega er þar fjallað um matarútgjöld heimila og hvernig þau eru flokkuð í rannsókninni,“ segir enn fremur á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is