Hvers vegna er gosmóðan blá?

Blá móða yfir Holuhrauni.
Blá móða yfir Holuhrauni. Ljósmynd/NASA

 Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá? „Hún er reyndar blá á sama hátt og himininn er blár. Litur á efni eða hlut er að mestu leyti ákvarðaður af því hvernig efnið drekkur í sig litrófið,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur á bloggsíðu sína.

Undanfarna daga hefur blá gosmóða frá Holuhrauni legið yfir landinu. Í höfuðborginni hefur hún verið nokkuð greinileg síðustu daga og í gær var mengunin mikil á Þórshöfn og í nágrenni. Í gærkvöldi var svo mikil mengun vegna gossins á Ísafirði og Kirkjubæjarklaustri, svo dæmi séu tekin.

„Rauður bolti er rauður vegna þess að hann drekkur í sig alla liti litrófsins NEMA þann rauða,“ útskýrir Haraldur á bloggi sínu. „Rauða ljósið endurkastast frá boltanum og það er því liturinn sem við sjáum. Ljósið sem kemur frá sólinni er hvítt, en er reyndar í öllum regnbogans litum, eins og Isaac Newton sýndi fram á, fyrstur manna.“

 Lofthjúpurinn inniheldur margar tegundir gaskenndra efna. „Þegar sólarljósið berst inn í lofthjúpinn, þá dreifist hluti af ljósinu, en efni í lofthjúpnum drekka í sig annan hluta ljóssins.  Aðeins um 75% af ljósinu berst alla þeið niður að yfirborði jarðar. Himinninn er blár vegna þess að gas og frumefni í lofthjúpnum drekka í sig flestar bylgjulengdir litrófsins nema bláa litinn. Sá blái er á þeim hluta litrófsins sem hefur mun styttri bylgjulengd (um 400 nm) en til dæmis rautt og grænt. Hvort það eru mólekúl, agnir eða gas frumefni í lofthjúpnum, þá hafa þau sömu áhrif á litróf sólarljóssins. Móðan frá eldgosinu samanstendur af bæði dropum, mólekúlum og gaskenndum frumefnum, sem dreifa og drekka í sig itróf sólarljóssins á ýmsan hátt.  En eldfjallsmóðan drekkur ekki í sig bláa hluta litrófsins og því er móðan bláleit,“ skrifar Haraldur.

Umtalsverð mengun víða í dag

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum hefur gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði auk Norðurlands. Búast má við svipuðu ástandi í dag.

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) eru á 22 nettengdum mælistöðvum víða um land og  má nálgast upplýsingar um styrk SO2 á www.loftgæði.is , auk þess eru 24 mælar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn. Þeir mælar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er almenningi tilkynnt um það. Í gærkvöldi komu slík boð frá Ísafirði og voru SMS boð send í farsíma á Ísafirði og nágrenni um varnir og viðbrögð vegna mengunarinnar, auk þess sem upplýsingar voru settar á vef almannavarna um eldgosið og á Facebook. 

Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif  SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna.Á vef almannarna um eldgosið er hægt að nálgst upplýsingar um loftgæði og annað varðandi upplýsingar um loftgæði  

Þá hefur Veðurstofan hannað sérstakt skráningarform og getur almenningur látið vita af brennisteinslykt vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni.

Gosmengunarsý yfir Reykjavík í gær.
Gosmengunarsý yfir Reykjavík í gær. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Grágult mengunarský yfir Þórshöfn í gær.
Grágult mengunarský yfir Þórshöfn í gær. mbl.is/Líney
mbl.is

Innlent »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ekkert svigrúm fyrir hræðslu

10:03 Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar. Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

09:40 Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Lá ölvaður á Mosfellsheiði

07:26 Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. Meira »

Þungbúið veður og kólnar næstu daga

07:07 Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands. Meira »

Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Í gær, 21:19 Sjötug íslensk kona datt illa á skíðum ofarlega í Skarðsdal í hádeginu í dag. Hún treysti sér ekki til þess að koma sér niður og því var kallað á hjálp. Meira »

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Í gær, 19:45 Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku.  Meira »
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...