Hvers vegna er gosmóðan blá?

Blá móða yfir Holuhrauni.
Blá móða yfir Holuhrauni. Ljósmynd/NASA

 Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá? „Hún er reyndar blá á sama hátt og himininn er blár. Litur á efni eða hlut er að mestu leyti ákvarðaður af því hvernig efnið drekkur í sig litrófið,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur á bloggsíðu sína.

Undanfarna daga hefur blá gosmóða frá Holuhrauni legið yfir landinu. Í höfuðborginni hefur hún verið nokkuð greinileg síðustu daga og í gær var mengunin mikil á Þórshöfn og í nágrenni. Í gærkvöldi var svo mikil mengun vegna gossins á Ísafirði og Kirkjubæjarklaustri, svo dæmi séu tekin.

„Rauður bolti er rauður vegna þess að hann drekkur í sig alla liti litrófsins NEMA þann rauða,“ útskýrir Haraldur á bloggi sínu. „Rauða ljósið endurkastast frá boltanum og það er því liturinn sem við sjáum. Ljósið sem kemur frá sólinni er hvítt, en er reyndar í öllum regnbogans litum, eins og Isaac Newton sýndi fram á, fyrstur manna.“

 Lofthjúpurinn inniheldur margar tegundir gaskenndra efna. „Þegar sólarljósið berst inn í lofthjúpinn, þá dreifist hluti af ljósinu, en efni í lofthjúpnum drekka í sig annan hluta ljóssins.  Aðeins um 75% af ljósinu berst alla þeið niður að yfirborði jarðar. Himinninn er blár vegna þess að gas og frumefni í lofthjúpnum drekka í sig flestar bylgjulengdir litrófsins nema bláa litinn. Sá blái er á þeim hluta litrófsins sem hefur mun styttri bylgjulengd (um 400 nm) en til dæmis rautt og grænt. Hvort það eru mólekúl, agnir eða gas frumefni í lofthjúpnum, þá hafa þau sömu áhrif á litróf sólarljóssins. Móðan frá eldgosinu samanstendur af bæði dropum, mólekúlum og gaskenndum frumefnum, sem dreifa og drekka í sig itróf sólarljóssins á ýmsan hátt.  En eldfjallsmóðan drekkur ekki í sig bláa hluta litrófsins og því er móðan bláleit,“ skrifar Haraldur.

Umtalsverð mengun víða í dag

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum hefur gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði auk Norðurlands. Búast má við svipuðu ástandi í dag.

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) eru á 22 nettengdum mælistöðvum víða um land og  má nálgast upplýsingar um styrk SO2 á www.loftgæði.is , auk þess eru 24 mælar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn. Þeir mælar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er almenningi tilkynnt um það. Í gærkvöldi komu slík boð frá Ísafirði og voru SMS boð send í farsíma á Ísafirði og nágrenni um varnir og viðbrögð vegna mengunarinnar, auk þess sem upplýsingar voru settar á vef almannavarna um eldgosið og á Facebook. 

Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif  SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna.Á vef almannarna um eldgosið er hægt að nálgst upplýsingar um loftgæði og annað varðandi upplýsingar um loftgæði  

Þá hefur Veðurstofan hannað sérstakt skráningarform og getur almenningur látið vita af brennisteinslykt vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni.

Gosmengunarsý yfir Reykjavík í gær.
Gosmengunarsý yfir Reykjavík í gær. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Grágult mengunarský yfir Þórshöfn í gær.
Grágult mengunarský yfir Þórshöfn í gær. mbl.is/Líney
mbl.is

Innlent »

Fækkar um tvo á langlegudeild

07:57 Tvö fiskiskip fóru úr Ísafjarðarhöfn í gær, áleiðis til Belgíu þar sem þau verða rifin í brotajárn. Arnar Kristjánsson, útgerðarmaður hjá Sólbergi ehf., segir að lítið verð fáist fyrir brotajárn en losa verði skipin úr höfninni. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...