Landsbankamálið dómtekið

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, (t.h.) ásamt verjanda sínum, Sigurði ...
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, (t.h.) ásamt verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni (í miðið) við aðalmeðferð málsins. mbl.is/Golli

Munnlegum málflutningi í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans lauk nú á sjötta tímanum. Aðalmeðferð málsins er þar með lokið og hefur það verið dómtekið.

Þetta var ellefti dagur aðalmeðferðarinnar sem hófst 1. október sl. Allir sakborningar krefjast sýknu og að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði Sig­ur­jón og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumann eigin fjárfestings bankans, Júlíus S. Heiðarsson og Sindra Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn eigin fjárfestinga, fyr­ir markaðsmis­notk­un á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Málið er yfirgripsmikið og flókið, enda eitt stærsta sakamál sem sérstakur saksóknari hefur höfðað.

Sigurjón ávarpaði dóminn þegar saksóknari og verjendur höfðu lokið andsvörum, og áður en málið var dómtekið. Hann sagði m.a. allir hefðu tekið  ákvarðanir út frá bestu hagsmunum Landsbankans. „Þetta eru bara strákar sem eru að vinna eftir sinni bestu getu,“ sagði Sigurjón um undirmenn sína.

Hann gagnrýndi ákæruvaldið fyrir að segja hálfsannleik í ákærunni, þ.e. sleppa atriðum sem túlka mætti sakborningum í hag.

Sigurjón sagði ennfremur að ákæruvaldið hefði ekki tekist að leggja fram sönnunargögn sem sýni fram á að verð á eigin hlutbréfum Landsbankans væri handstýrt að hans undirlagi; ekki tölvupóstar, ekki fundargerðir eða vitni. Hann sagði að menn hefðu ekki verið að skipuleggja neina markaðsmisnotkun heldur einfaldlega verið að vinna eftir skipulagi sem var þegar til staðar.

„Fyrir hvað er ég ákærður?“

Helgi Sigurðsson, verjandi Júlíusar, sagði að það væri sérstök upplifun fyrir verjanda, eftir að hafa lesið og farið yfir öll gögnin, sem eru mörg þúsund blaðsíður, að skjólstæðingur sinn spyrji í fyllstu einlægni: „Fyrir hvað er ég ákærður?“

Helgi gagnrýndi málatilbúnað sérstaks saksóknara og sagði að ekkert hefði verið hlustað á skýringar Júlíusar. Hann sagði að ákæruvaldinu hefði tekist að gera einföld mál flókin og flókin mál óskiljanleg. Helgi sagði að Júlíus mótmælti málatilbúnaði ákæruvaldsins sem röngum og ósönnum.

Ákæran byggi á eftiráspeki

Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra, tók í svipaðan streng. Sagði ákæru saksóknara byggja á eftiráspeki og að ákært hefði verið út frá fyrirfram gefinni niðurstöðu. Hann sagði óréttlátt að horfa til eftiráspeki í sakamálaum, sérstaklega væri það óréttlætanlegt gagnvart þeim sem ættu frelsi sitt í húfi.

Reimar gerði tölfræðiupplýsingar saksóknara að umtalsefni, en hann sagið að sá sem hefði búið til Kauphallarherminn margumrædda hefði ekki haft neina sérþekkingu á verðbréfaviðskiptum. Hann benti á mikilvægi þess að stemma af alla útreikninga en sagði að það hefði ekki verið gert. Í raun sagði Reimar, að ákæran byggði á óafstemmdum útreikningum eins manns sem byggi ekki yfir sérfræðiþekkingu á umræddum viðskiptum.

Reimar sagði ennfremur, að öll meðferð ákæruvaldsins á tölum hefði valdið honum ugg. Hún væri beinlínis blekkjandi og villandi. Hún gæti þar af leiðandi ekki verið grundvöllur sakfellingar í sakamáli.

Þá tók Reimar fram, að viðskipti Sindra á ákærutímabilinu hefðu verið tiltölulega lítil samanborið við viðskipti Júlíusar.

Vilja að horft sé á heildarmyndina

Verjendur sakborninga gerðu það allir að umtalsefni að saksóknari gerði greinarmun á svokölluðum pöruðum viðskiptum og tilkynntum viðskiptum. Þeir sögðu að menn yrðu að horfa á heildarmyndina, en líta ekki einvörðungu til afmarkaðra viðskipta.

En ákæran byggir á því að ákærðu hefðu haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Um hafi verið að ræða ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins, að því er segir í ákærunni.

Einnig tóku þeir fram að viðskiptin hefðu ekki farið fram með leynd heldur fyrir augliti markaðarins. Eftirlitsaðilar hefðu vitað að bankinn væri með viðskiptavakt í eigin bréfum og stundaði viðskipti með eigin bréf. Það hefði hvorki verið ólöglegt né ólöglegt og einvörðungu verið að vinna samkvæmt skipulagi sem var þegar til staðar.

Eins og flugstjóri í háska

Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari sagði í seinni ræðu sinni, að ákærðu hefðu hagað sér eins og flugstjóri í háska í aðdraganda hrunsins. „Þegar flugvélin er að missa hæð, og í stað þess að undirbúa nauðlendingu, þá brýturðu alla viðvörunarmæla,“ sagði hún.

„Stóra spurningin sem blasir við er af hverju? Af hverju að kaupa helminginn af eigin hlutabréfum Landsbankans, sem seld eru í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöll, en selja síðan sömu bréf í utanþingsviðskiptum,“ spurði Arnþrúður og bætti við að sakborningarnir hefðu ekki getað komið með viðhlítandi svör. Ekki dugi að segja: „Svona var þetta bara í Landsbankanum.“ Bankinn hefði tapað tugum milljarða vegna svona háttsemi sem væri óeðlileg.

Hún sagði að svarið lægi í því sem fram komi í ákærunni, þ.e. að ákærðu hefðu stundað kerfisbundna markaðsmisnotkun með því að handstýra verði hlutabréfa bankans og halda hlutabréfaverðinu uppi. „Ekkert af því sem komið hefur fram í málflutningi verjanda hefur hnekkt málflutningi ákæruvaldsins í málinu,“ sagði Arnþrúður og lagði málið í dóm.

Verjendur eru á allt öðru máli, en líkt og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, verjandi Ívars, sagði í morgun, þá ber að sýkna alla ákærðu þar sem þeir hefðu hvorki stundað óeðlileg viðskipti né brotið lög.

Nú er það hlutverk dómara að komast að niðurstöðu.

mbl.is

Innlent »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...