Hjálmaskyldu til 18 ára aldurs

Líneik Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að rökrétt væri að miða hjálmaskyldu barna á reiðhjólum við 18 ára aldur en hann miðast nú við 15 ára aldur sem hún segir að skapi þversögn í grunnskólum þar sem börn á elsta ári í grunnskólum séu ekki öll skylduð til að vera með hjálma og eftirfylgni á reglunum sé flóknari fyrir vikið. 

Líneik hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, þar sem hún spyr afhverju miðað sé við 15 ára aldur og jafnframt hvort tilefni sé til að skylda fullorðna til að vera með hjálma á reiðhjólum. Sjálf segist hún hafa þá tilfinningu að öruggast væri ef allir væru með hjálma.

Líneik, sem starfaði sem skólastjóri á Fáskrúðsfirði áður en hún settist á þing, segist vilja að farið verði í að meta rökin um hvort hækka eigi eigi aldursmörkin upp í sextán ára aldur og segir það ráðast af svari ráðherra við fyrirspurninni um hvort hún muni sjálf leggja fram þingsályktunartillögu um að hækka aldurinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina