Gæslan keypti hríðskotabyssur

Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.

Landhelgisgæslan keypti í lok síðasta árs 250 MP5 hríðskotabyssur af norska hernum. Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Fram kemur á vef RÚV, að þetta staðfesti Dag Aamont, upplýsingafulltrúi norska hersins.

Fram kemur á vef RÚV, að Aamont vilji ekki upplýsa meira um málið að svo stöddu. Hann vilji ekkert segja um þá fullyrðingu íslenskra stjórnvalda um að byssurnar hafi verið gjöf frá norska hernum.

Þá segir, að samkvæmt samningnum greiði Landhelgisgæslan 625.000 norskar krónur fyrir byssurnar eða sem nemur um 11,5 milljónum króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina