Hefja innflutning á brjóstamjólk

Flestar mæður geta haft börn sín á brjósti en ef …
Flestar mæður geta haft börn sín á brjósti en ef ekki þá er gott að geta fengið slíka mjólk frá mjólkurbanka mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrirburar á Íslandi munu á næstunni fá brjóstamjólk frá Danmörku en vökudeild Landspítalans hefur ákveðið að hefja innflutning á brjóstamjólk þaðan fyrir fyrirbura ef móðir þeirra mjólkar ekki.

Þetta kemur fram á vef Guardian í gær og er þar rætt við Þórð Þorkelsson yfirlækni á nýburadeild/vökudeild Landspítalans. Hann segir að þegar börn eru fyrirburar séu oft ekki öll líffæri þeirra fullþroskuð og það auki líkur á sjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á að virka ensímið í brjóstamjólkinni hefur komið til hjálpar þegar meltingarvegurinn er óþroskaður og forðað nýburum frá sýkingum.

Ekki geta allar mæður verið með börn sín á brjósti og eru ýmsar skýringar á. Má þar nefna veikindi, segir Þórður. Þegar móðurmjólkin er ekki til staðar mælir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) með því að fengin sé brjóstamjólk úr svokölluðum mjólkurbönkum. Slíkir bankar hafa verið starfræktir allt frá árinu 1909 þegar slíkum banka var komið á laggirnar í Austurríki. Ísland er eina norræna þjóðin sem er ekki með slíkan banka.

Ekki þykir hagkvæmt að reka slíkan banka á Íslandi segir Þórður í viðtali við Guardian. Það skýrist af fámenninu hér en hér á landi fæðast um 250 fyrirburar á hverju ári. Flestar íslenskar mæður eru með börn sín á brjósti og því þarf ekki mjólk úr slíkum bönkum nema í undantekningartilfellum.

Viðtalið í heild

Upplýsingar um mikilvægi brjóstamjólkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert