Útgáfa dregist saman

Færri bækur koma út fyrir jólin í ár heldur en …
Færri bækur koma út fyrir jólin í ár heldur en í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Samdráttur verður í bókaútgáfu fyrir jólin samkvæmt skráningu í Bókatíðindi 2014 sem koma út um miðjan nóvember. Fækkunin er mest í flokki ævisagna og endurminninga en einungis 19 titlar eru skráðir í þeim flokki m.v. 37 í fyrra. Einnig fækkar þýddum skáldverkum verulega og ívið minna er í flokki íslenskra barnabóka. Sú breyting er hinsvegar að íslenskum skáldverkum fjölgar frá því í fyrra og eru nú 65 titlar skráðir í þann flokk.

Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir alltaf sveiflur í flokkum á milli ára.

„Þrátt fyrir að í heildina sé örlítill samdráttur þá horfum við fram á mjög sterk bókajól,“ segir Bryndís.

Líkt og með bækurnar lítur allt út fyrir að fækkun verði á plötutitlum sem koma út fyrir jólin. Sena, ein stærsta tónlistarútgáfan, fækkar útgefnum titlum um tæpan helming milli ára, úr rúmum 40 í 25 í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert