Búngaló byggir upp markað fyrir orlofshús í Kanada

Sumarhús Búngaló.
Sumarhús Búngaló. Búngaló

„Við leggjum um þessar mundir áherslu á uppbyggingu markaðarins í Kanada,“ segir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, starfsmaður Búngaló, leigumiðlunar fyrir sumarhús á Íslandi og í Kanada.

Á sjötta hundrað sumarhúsa eru skráð á vefsíðu Búngaló, 450 íslensk og 100 kanadísk, auk tveggja sænskra. Útlendingar eru um 80% þeirra sem nota vefsíðuna. Oftast eru þetta einstaklingar og fjölskyldur sem skipuleggja ferðalag til Íslands á eigin vegum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 um leið og vefsíðan. Hugmyndin kviknaði þegar frumkvöðlarnir ætluðu að leigja sér bústað en komust að því að það var hægara sagt en gert að afla upplýsinga um orlofshús á boðstólum. 

Sumarhús Búngaló um land allt,
Sumarhús Búngaló um land allt, bÚNGALÓ
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert