Voru byssurnar seldar eða gefnar?

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi ...
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Rax

Hversu margar eru byssurnar sem Landhelgisgæslan og lögreglan fengu? Fengust þær gefins eða voru þær keyptar? Ýmislegt er enn óljóst í stóra byssumálinu. 

Mál málanna undanfarna viku hefur klárlega verið svokallað byssumál þar sem MP5 vélbyssur frá Noregi hafa verið í aðalhlutverki. Málið hefur þótt einkennast af misvísandi upplýsingum. Bæði hér innanlands og í samanburði við yfirlýsingar frá talsmanni norska hersins. Upphaflega var greint frá því í fjölmiðlum að setja ætti slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar. Lögreglan sagði ekkert slíkt hins vegar ákveðið. Talað var um 200 vélbyssur sem síðan urðu að 250.

Ríkislögreglustjóri sagði Landhelgisgæsluna hafa haft milligöngu um málið. Gæslan sagðist hafa fengið byssurnar að gjöf en norski herinn hefur þvertekið fyrir það. Þær hefðu verið seldar og hefur verið vísað í kaupsamning þess efnis frá í desember á síðasta ári. Landhelgisgæslan hefur hins vegar sagt að slíkur samningur væri alltaf gerður en aldrei hefði hins vegar verið greitt fyrir búnað frá Norðmönnum og norsk yfirvöld aldrei gengið á eftir greiðslum.

Talsmaður norska hersins segir herinn gera ráð fyrir greiðslum en hefur ekki getað staðfest að þær hafi farið fram. Hérlend stjórnvöld hafa á sama tíma almennt lýst yfir stuðning við að lögreglan fái slík vopn en að öðru leyti vísað á Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra.

Hér á eftir er málið rakið í meginatriðum frá því að fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir um viku:

DV greindi frá því 21. október að til stæði að koma MP5 vélbyssum fyrir í öllum lögreglubifreiðum ásamt Glock 17 skammbyssum. Heimildarmennirnir voru sagðir þrír ónafngreindir lögreglumenn. Sama dag var haft eftir Jóni Bjartmarz yfirlögregluþjóni á mbl.is að margt í frétt DV væri orðum aukið. Þannig væru byssurnar ekki eins margar og þar kæmi fram. Þá hefði engin ákvörðun verið tekin um að setja byssur í allar lögreglubifreiðar. Hins vegar talaði hann á þann veg að byssurnar hefðu verið keyptar af Norðmönnum. Talað var um 200 byssur í því sambandi.

Síðar sama dag sagði Jón Bjartmarz í Kastljósi Ríkisútvarpsins að 150 MP5 vélbyssur sem lögreglan hafi fengið hafi verið gjöf frá norskum yfirvöldum. Þannig hefðu vopnin ekki verið keypt. Sagðist hann hafa notað orðið „aflað“ í því sambandi við fjölmiðla sem hugsanlega hefði misskilist. Sagði hann lögregluna hafa átt um 70 vélbyssur frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 2000 en þær hafi sáralítið verið notaðar og verið orðnar gamlar og ónothæfar. Ítrekaði hann að engar ákvarðanir lægju fyrir um að setja slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar.

Fullyrðir að vélbyssurnar hafi verið seldar

Haft var eftir Dag Aamoth, upplýsingafulltrúa norska hersins, í fréttum Ríkisútvarpsins 23. október að Landhelgisgæslan hefði í lok síðasta árs keypt 250 MP5 vélbyssur. Kaupsamningur þess efnis hefði verið undirritaður 17. desember. Samkvæmt samningnum ætti Gæslan að greiða 625 þúsund norskar krónur fyrir byssurnar eða sem nemur um 11,5 milljón króna. Aamont vildi ekkert tjá sig um þá fullyrðingu íslenskra stjórnvalda að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum.

Ríkislögreglustjóri sendi frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem sagði að MP5 vélbyssurnar hefðu átt að vera embættinu að kostnaðarlausu. Aldrei hefði staðið til af hálfu þess að kaupa þær. Var upphaf málsins rakið til komu norskrar sendihefndar til Íslands í júní 2013 þar sem rætt hefði verið um að lögreglunni gæti staðið til boða MP5 vélbyssur henni að kostnaðarlausu. Landhelgisgæslan hefði upplýst í janúar á þessu ári að vopnin væru væntanleg og lögreglan gæti fengið 150 stykki.

Ennfremur kom fram í tilkynningunni að vélbyssurnar væru í vörslu Landhelgisgæslunnar og hefðu ekki verið afhentar lögreglunni. Ríkislögreglustjóri hefði þó fengið 35 stykki lánuð til æfinga en skilað þeim aftur. Ríkislögreglustjóri ætlaði ekki að taka við byssunum ef greiða þyrfti fyrir þær. Ennfremur sagði að ríkislögreglustjóra hefði ekki verið kunnugt um samninginn frá 17. desember sama ár fyrr en upplýsingafulltrúi norska hersins hefði upplýst um hann í fréttum Ríkisútvarpsins.

Búnaður verðmetinn en ekkert greitt fyrir hann

Landhelgisgæslan sendi einnig frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem kom fram að hún hefði haft milligöngu um endurnýjun á vopnabúnaði lögreglunnar og um leið úreltan vopnabúnað Gæslunnar sjálfrar. Vopnin hefðu hins vegar ekki verið formlega afhent lögreglunni en væru geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum. Þá hefðu engar greiðslur farið fram vegna samkomulags við Norðmenn í þeim efnum. Gæslan hefði um langt árabil átt í samstarfi við Norðmenn um endurnýjun búnaðar. Búnaðurinn væri þá verðmetinn á 1/8 af verði sams konar búnaðar frá framleiðanda. Aldrei hefðu hins vegar farið fram greiðslur eða eftir því verið leitað. Það ætti einnig við í þessu tilfelli.

Ríkisútvarpið talaði aftur við Dag Aamoth 24. október. Þar ítrekaði hann að um sölu á MP5 vélbyssunum hafi verið að ræða en ekki gjöf. Aðspurður sagði hann norska herinn gera ráð fyrir að greitt yrði fyrir vopnin en gat ekki staðfest hvort greiðsla hefði borist. Einnig var rætt við Aamoth í frétt norska dagblaðsins VG daginn eftir þar sem hann ítrekaði að um kaup á vopnunum hafi verið að ræða. Skýrt kæmi fram í samningnum frá 17. desember að um kaup væri að ræða. Vopnin hafi verið seld Landhelgisgæslunni. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ítrekaði í samtali við Ríkisútvarpið 25. október að Gæslan hefði aldrei greitt neitt fyrir vopn eða vopnabúnað. „Þegjandi samkomulag“ væri við Norðmenn um að ekki væri greitt fyrir vopn sem þeir sendu til Íslands. Hins vegar væri alltaf skrifaður út reikningur þar sem fram kæmi verð. Norðmenn hefðu hins vegar aldrei gengið á eftir greiðslum. Fyrir vikið hafi Landhelgisgæslan litið á slíkt sem gjafir.

MP5 vélbyssa.
MP5 vélbyssa.
mbl.is/Eggert
Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...