Voru byssurnar seldar eða gefnar?

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi ...
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Rax

Hversu margar eru byssurnar sem Landhelgisgæslan og lögreglan fengu? Fengust þær gefins eða voru þær keyptar? Ýmislegt er enn óljóst í stóra byssumálinu. 

Mál málanna undanfarna viku hefur klárlega verið svokallað byssumál þar sem MP5 vélbyssur frá Noregi hafa verið í aðalhlutverki. Málið hefur þótt einkennast af misvísandi upplýsingum. Bæði hér innanlands og í samanburði við yfirlýsingar frá talsmanni norska hersins. Upphaflega var greint frá því í fjölmiðlum að setja ætti slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar. Lögreglan sagði ekkert slíkt hins vegar ákveðið. Talað var um 200 vélbyssur sem síðan urðu að 250.

Ríkislögreglustjóri sagði Landhelgisgæsluna hafa haft milligöngu um málið. Gæslan sagðist hafa fengið byssurnar að gjöf en norski herinn hefur þvertekið fyrir það. Þær hefðu verið seldar og hefur verið vísað í kaupsamning þess efnis frá í desember á síðasta ári. Landhelgisgæslan hefur hins vegar sagt að slíkur samningur væri alltaf gerður en aldrei hefði hins vegar verið greitt fyrir búnað frá Norðmönnum og norsk yfirvöld aldrei gengið á eftir greiðslum.

Talsmaður norska hersins segir herinn gera ráð fyrir greiðslum en hefur ekki getað staðfest að þær hafi farið fram. Hérlend stjórnvöld hafa á sama tíma almennt lýst yfir stuðning við að lögreglan fái slík vopn en að öðru leyti vísað á Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra.

Hér á eftir er málið rakið í meginatriðum frá því að fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir um viku:

DV greindi frá því 21. október að til stæði að koma MP5 vélbyssum fyrir í öllum lögreglubifreiðum ásamt Glock 17 skammbyssum. Heimildarmennirnir voru sagðir þrír ónafngreindir lögreglumenn. Sama dag var haft eftir Jóni Bjartmarz yfirlögregluþjóni á mbl.is að margt í frétt DV væri orðum aukið. Þannig væru byssurnar ekki eins margar og þar kæmi fram. Þá hefði engin ákvörðun verið tekin um að setja byssur í allar lögreglubifreiðar. Hins vegar talaði hann á þann veg að byssurnar hefðu verið keyptar af Norðmönnum. Talað var um 200 byssur í því sambandi.

Síðar sama dag sagði Jón Bjartmarz í Kastljósi Ríkisútvarpsins að 150 MP5 vélbyssur sem lögreglan hafi fengið hafi verið gjöf frá norskum yfirvöldum. Þannig hefðu vopnin ekki verið keypt. Sagðist hann hafa notað orðið „aflað“ í því sambandi við fjölmiðla sem hugsanlega hefði misskilist. Sagði hann lögregluna hafa átt um 70 vélbyssur frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 2000 en þær hafi sáralítið verið notaðar og verið orðnar gamlar og ónothæfar. Ítrekaði hann að engar ákvarðanir lægju fyrir um að setja slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar.

Fullyrðir að vélbyssurnar hafi verið seldar

Haft var eftir Dag Aamoth, upplýsingafulltrúa norska hersins, í fréttum Ríkisútvarpsins 23. október að Landhelgisgæslan hefði í lok síðasta árs keypt 250 MP5 vélbyssur. Kaupsamningur þess efnis hefði verið undirritaður 17. desember. Samkvæmt samningnum ætti Gæslan að greiða 625 þúsund norskar krónur fyrir byssurnar eða sem nemur um 11,5 milljón króna. Aamont vildi ekkert tjá sig um þá fullyrðingu íslenskra stjórnvalda að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum.

Ríkislögreglustjóri sendi frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem sagði að MP5 vélbyssurnar hefðu átt að vera embættinu að kostnaðarlausu. Aldrei hefði staðið til af hálfu þess að kaupa þær. Var upphaf málsins rakið til komu norskrar sendihefndar til Íslands í júní 2013 þar sem rætt hefði verið um að lögreglunni gæti staðið til boða MP5 vélbyssur henni að kostnaðarlausu. Landhelgisgæslan hefði upplýst í janúar á þessu ári að vopnin væru væntanleg og lögreglan gæti fengið 150 stykki.

Ennfremur kom fram í tilkynningunni að vélbyssurnar væru í vörslu Landhelgisgæslunnar og hefðu ekki verið afhentar lögreglunni. Ríkislögreglustjóri hefði þó fengið 35 stykki lánuð til æfinga en skilað þeim aftur. Ríkislögreglustjóri ætlaði ekki að taka við byssunum ef greiða þyrfti fyrir þær. Ennfremur sagði að ríkislögreglustjóra hefði ekki verið kunnugt um samninginn frá 17. desember sama ár fyrr en upplýsingafulltrúi norska hersins hefði upplýst um hann í fréttum Ríkisútvarpsins.

Búnaður verðmetinn en ekkert greitt fyrir hann

Landhelgisgæslan sendi einnig frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem kom fram að hún hefði haft milligöngu um endurnýjun á vopnabúnaði lögreglunnar og um leið úreltan vopnabúnað Gæslunnar sjálfrar. Vopnin hefðu hins vegar ekki verið formlega afhent lögreglunni en væru geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum. Þá hefðu engar greiðslur farið fram vegna samkomulags við Norðmenn í þeim efnum. Gæslan hefði um langt árabil átt í samstarfi við Norðmenn um endurnýjun búnaðar. Búnaðurinn væri þá verðmetinn á 1/8 af verði sams konar búnaðar frá framleiðanda. Aldrei hefðu hins vegar farið fram greiðslur eða eftir því verið leitað. Það ætti einnig við í þessu tilfelli.

Ríkisútvarpið talaði aftur við Dag Aamoth 24. október. Þar ítrekaði hann að um sölu á MP5 vélbyssunum hafi verið að ræða en ekki gjöf. Aðspurður sagði hann norska herinn gera ráð fyrir að greitt yrði fyrir vopnin en gat ekki staðfest hvort greiðsla hefði borist. Einnig var rætt við Aamoth í frétt norska dagblaðsins VG daginn eftir þar sem hann ítrekaði að um kaup á vopnunum hafi verið að ræða. Skýrt kæmi fram í samningnum frá 17. desember að um kaup væri að ræða. Vopnin hafi verið seld Landhelgisgæslunni. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ítrekaði í samtali við Ríkisútvarpið 25. október að Gæslan hefði aldrei greitt neitt fyrir vopn eða vopnabúnað. „Þegjandi samkomulag“ væri við Norðmenn um að ekki væri greitt fyrir vopn sem þeir sendu til Íslands. Hins vegar væri alltaf skrifaður út reikningur þar sem fram kæmi verð. Norðmenn hefðu hins vegar aldrei gengið á eftir greiðslum. Fyrir vikið hafi Landhelgisgæslan litið á slíkt sem gjafir.

MP5 vélbyssa.
MP5 vélbyssa.
mbl.is/Eggert
Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

16:01 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Gunnar Atli nýr aðstoðarmaður Kristjáns

15:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Meira »

Frítt inn fyrir Ásmunda

15:52 Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, ætlar Listasafn Reykjavíkur að bjóða öllum sem heita Ásmundur að heimsækja Ásmundarsafn endurgjaldslaust á þessu ári ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Vilja yfirmat á verðmæti Geysissvæðis

14:35 Ríkissjóður hefur farið fram á að unnið verði yfirmat á verðmæti lands á Geysissvæðinu sem ríkið keypti af sameigendum sínum árið 2016. Matið verður bindandi fyrir báða aðila kaupsamningsins. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 1.113 milljónir fyrir spilduna. Meira »

Innbrotum í einbýlishús fjölgar

14:26 Innbrotum í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Kópavogi og Garðabæ, hefur fjölgað töluvert frá miðjum desember og fram í janúar. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrot eru framin á daginn og skartgripum og peningum stolið en önnur verðmæti látin ósnert. Meira »

Fær þrjár vikur til að endurskoða kjararáð

13:52 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Hann skal vinna hratt að tillögum um úrbætur. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

13:18 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...