Kortafyrirtækin kyrktu Wikileaks

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur ræðu á málþingi í Barcelona.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur ræðu á málþingi í Barcelona. AFP

„Allt er þetta að undirlagi stjórnvalda í Washington,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson þegar hann krafðist þess fyrir dómi í morgun að matsmenn verði dómkvaddir til að meta tjón Wikileaks á því að íslenska kortafyrirtækið Valitor lokaði á greiðslugátt félagsins í júní 2011.

Raunar er það ekki uppljóstrunarsíðan sjálf, Wikileaks, sem á aðild að málinu. Eða eins og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, sagði: „Það liggur ekkert fyrir um það hvað Wikileaks er.“ Hann sagði rétt að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi stofnað hér félag sem nefnist Sunshine Press Productions en það hafi ekki neinar tekjur, sé með neikvætt eigið fé og hafi ekki skilað ársreikningi síðustu ár.

Sunshine Press Productions er fyrirtækið að baki Wikileaks og það ásamt fyrirtækinu DataCell fara fram á það sameiginlega að tjónið af lokun greiðslugáttarinnar verði metið. Er krafan byggð á dómi Hæstaréttar frá 24. apríl 2013 en þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að Valitor bæri að opna greiðslugáttina að nýju.

Flóknir útreikningar á tjóni

Greiðslugáttin var lokuð í 617 daga og sagði Sveinn Andri að talið væri að tjón DataCell og Sunshine Press Productions næmi 1,1-8,8 milljörðum íslenskra króna. Bæði fyrirtæki hafi orðið fyrir tjóni af völdum hinnar ólögmætu aðgerðar Valitor að loka greiðslugáttinni og samkvæmt samningi á milli þeirra hafi styrkir til Wikileaks átt að skiptast þannig að 95% upphæðarinnar rynni til Sunshine Press Productions og 5% til DataCell. Matið sé byggt á flæði styrkja í gegnum greiðslugáttina á þeim tíma sem hún var opin, í sjö klukkustundir. „En fólk reyndi áfram að koma framlögum til skila eftir að gáttinni var lokið.“

Alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin lokuðu á greiðslur til DataCell í desember 2010 og sagði Sveinn Andri það hafa verið vegna þess að bandarískir ráðamenn hafi ekki ráðið við að heyra sannleikann. „Fyrirtækið gat ekki nema að örlitlu leyti selt þjónustu sína til fólks úti í heimi, það hefur verið í lamasessi og ekki getað hafi almennilega starfsemi vegna kortafyrirtækjanna. Allt er þetta að undirlagi stjórnvalda í Washington og vegna þrýstings öldungaþingmanna um að loka bæri fyrir allt fjárstreymi til Wikileaks. Í kjölfarið kyrktu kortafyrirtækin starfsemi Wikileaks.“

Sveinn Andri sagði nauðsynlegt að matsmenn yrðu dómkvaddir til að meta tjónið áður en skaðabótamál verði höfðað á hendur Valitor. Það liggi fyrir að tjón hafi orðið en um sé að ræða flókna útreikninga og háar fjárhæðir. Þá benti hann á að í lok síðasta árs hafi náðst samtaða milli aðila um að fá til verksins bandarískan sérfræðing. Í vor hafi svo allt í einu komið upp mótmæli og því hafnað að yfirleitt yrðu dómkvaddir matsmenn.

Sömu reglur fyrir Assange

Sigurður G. sagði það hárrétt hjá Sveini Andra að DataCell hafi unnið dómsmálið sem um ræðir. „Og það má vel vera að DataCell kunni að eiga skaðabótakröfu á hendur Valitor. En það er ekkert samningssamband á milli Sunshine Press Productions og Valitor. Sunshine Press Productions var ekki aðili að hæstaréttarmálinu sem fjallað er um. Þá liggur ekkert fyrir um það í gögnum þessa máls að Sunshine Press Productions hafi málflutningsumboð fyrir Wikileaks fyrir íslenskum dómstólum. [...] Það liggur ekki fyrir neitt í þessu máli um að Sunshine Press Productions fari með málflutningsumboð fyrir Wikileaks þótt það hafi tekið að sér að reka vefsíðu Wikileaks á heimsvísu.“

Hann sagði málið því falla um sjálft sig. Fyrirtækin geti ekki bæði og sameiginlega staðið að matsbeiðninni. Vel geti verið að DataCell eigi bótakröfu á hendur Valitor en Sunshine Press Productions eigi þá kröfu á hendur DataCell vegna samnings þeirra á milli. Ekkert samningssamband hafi verið á milli Valitor og Sunshine Press Productions „En DataCell og Sunshine Press Productions geta aldrei sameiginlega staðið að því að fá matsmann sem meta á tekjutap þeirra sem eina summu.“

Sagði hann að best væri fyrir lögmanninn Svein Andra að dómurinn myndi hafna kröfunni, hann myndi þá vanda sig betur næst. „Það er ekki bara hægt að slá því upp að þetta sé þekktur maður [Julian Assange] og að hann eigi einhvern sjálfsagðan rétt. Það þarf að fara eftir gildandi réttarfarsreglum. Og þetta er ekki flókið, lögmaðurinn getur bara búið til tvær matsbeiðnir.“

„Þetta er kýrskýrt“

Sveinn Andri sagði að matsbeiðnin væri „klassískt dæmi um samaðild“ og vísaði orðum Sigurðar um að málflutningsumboð liggi ekki fyrir algjörlega á bug. „Það er eins og að segja að ekki liggi fyrir að sólin komi upp á morgnanna. Það liggur fyrir samningur á milli DataCell og Sunshine Press Productions, og það liggur fyrir að Sunshine Press Productions rekur uppljóstrunarsíðuna Wikileaks. Og það liggur fyrir að stjórnarformaður Sunshine Press Productions er Julian Assange.“

Hann sagði ljóst að bæði félög verði aðilar að skaðabótamáli á hendur Valitor og því sé eðlilegt að þau fari sameiginlega fram á að tjónið verði metið. „Það liggur fyrir í samningi þessara félaga hver skipting fjármagnsins hefði orðið ef ekki hefði komið til þessarar ólögmætu lokunar. Þetta er kýrskýrt.“

Að loknum málflutningi var ágreiningsefnið tekið til úrskurðar og boðaði dómari að ekki tæki marga daga að komast að niðurstöðu.

Hlekkur inni á vefsvæði DataCell.
Hlekkur inni á vefsvæði DataCell. Mynd/DataCell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi íslendinga

21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...