Tollurinn innsiglar hríðskotavopn

Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.

Tollayfirvöld hafa innsiglað vopnageymslu Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, en þar eru geymd hríðskotavopn sem bárust frá Noregi. Samkvæmt heimildum mbl.is er það gert á þeirri forsendu að ekki sé búið að greiða af þeim tilskilin gjöld og tolla.

Gripið er til þessa aðgerða á meðan það er enn óljóst hvort um sé að ræða gjöf eða vopn sem íslensk stjórnvöld munu kaupa. Ljóst er að hvorki lögreglan né Gæslan mun nota vopnin fyrr en málin skýrast. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var geymslan innsigluð í gær.

Landhelgisgæslan hefur haldið því fram að vopnin séu gjafir, það kemur m.a. fram í ítarlegri tilkynningu sem birtist á heimasíðu LHG á mánudag. Þar segir að gjafirnar hafi komið í þrennu lagi.

Fyrst árið 2011, en þá voru sendar 50 MP5-hríðskotabyssur sem norski herinn hafði aflagt.  Önnur gjöfin var innt af hendi í júní 2013 þegar norski herinn færði Landhelgisgæslunni alls 50 hjálma, 50 vesti og 10 hríðskotabyssur af gerðinni MG3. Þriðja vopnagjöfin var frá árinu 2013 og kom til landsins með norskri herflutningavél í febrúar 2014.  Þar var um að ræða 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 en þar af voru 150 ætlaðar Ríkislögreglustjóra, samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda. 

Landhelgisgæslan sagði í gær, í svari við fyrirspurn frá mbl.is, að ber­ist reikn­ing­ur frá norsk­um yf­ir­völd­um fyr­ir MP5-hríðskota­byss­um sem Land­helg­is­gæsl­an fékk frá Nor­egi í byrj­un árs­ins verður staðan met­in í sam­ráði við embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Norsk yfirvöld hafa sagt að þau ætli að senda reikn­ing fyr­ir byss­un­um en Land­helg­is­gæsl­an hafði sagt byss­urn­ar vera gjöf enda væri þegj­andi sam­komu­lag um að ekki væri greitt fyr­ir slík­an búnað frá Norðmönn­um þó hann væri verðlagður.

Þar sem staðan þykir vera óljós ákvað tollstjóri að innsigla vopnin í vopnageymslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert