Vilja seinka klukkunni um klukkutíma

Ætti þessi klukka að vera eitthvað annað?
Ætti þessi klukka að vera eitthvað annað? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn allra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Seinkunin væri í gildi allt árið, þannig að ekki eru sumartíma að ræða. 

Í tillögunni, sem var lögð fram á síðasta degi októbermánaðar, að „miðað við gang sólar er klukkan á Íslandi rangt skráð. Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi.

Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, t.d. í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti. Verði klukkunni varanlega seinkað um eina klukkustund, eins og tillaga þessi gerir ráð fyrir, yrði sól hæst á lofti í Reykjavík að jafnaði klukkan hálfeitt og á Egilsstöðum í kringum tólf eins og eðlilegt er.“

Í tillögunni er einnig bent á að með núverandi fyrirkomulagi fá Íslendingar bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn er að á veturna styttist birtutíminn um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins.“

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert