Friðsamlegt og góður andi

„Þetta fer allt friðsamlega fram og það er góður andi yfir mótmælunum,“ segir Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Samkvæmt talningu hans voru 4.500 manns á Austurvelli klukkan 17.30.

Mótmælunum er ekki lokið og samkvæmt því sem blaðamaður mbl.is segir er afar misjafnt hverju fólk er að mótmæla. Meðal annars er þarna maður sem er á móti ríkisstjórninni þar sem hún hefur ekki skorið nóg niður. Viðtal við hann og fleiri mótmælendur eru í vinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert