Gosið kostar yfir milljarð

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Kostnaður viðbragðsaðila og ýmissa stofnana í samfélaginu vegna eldgossins í Holuhrauni stefnir að óbreyttu í rúman milljarð króna á þessu ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkisreglustjóra, að gera megi ráð fyrir að kostnaðurinn sé nú þegar 700-800 milljónir króna þegar allt er saman tekið.

Aðilar sem um ræðir eru einkum Almannavarnir, Umhverfisstofnun, lögreglan, Raunvísindastofnun HÍ, Veðurstofan, Landhelgisgæslan, Vatnajökulsþjóðgarður, sóttvarnalæknir, Vegagerðin, björgunarsveitir og fleiri. Sérstakur samráðshópur fimm ráðuneytisstjóra kemur saman reglulega til að fara yfir stöðu mála.

Mönnun Almannavarna í stjórnstöðinni í Skógarhlíð vegna eldgosanna í Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli stóð yfir í 75 daga en gosið í Holuhrauni hefur staðið lengur en það. Mönnunin í Skógarhlíð hefur í dag staðið yfir í 80 daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »