Lífeyrisaldur hækki í skrefum

Verði hækkun lífeyrisaldurs um þrjú ár í áföngum á næstu 36 árum lögfest, yrði fyrsta skrefið hugsanlega tekið eftir tæpt ár, þegar lífeyrisaldurinn yrði hækkaður um einn mánuð. Þetta er meðal hugmynda nefndar um endurskoðun almannatrygginga.

Nefndin er að leggja lokahönd á niðurstöður sínar um viðamiklar breytingar í lífeyrismálum, sem afhenda á félagsmálaráðherra á næstu dögum. Hún hefur þó ekki lokið störfum þar sem ekki hefur náðst samkomulag um starfsgetumat sem komi í stað gildandi örorkumats og ætlar hún sér þrjá mánuði til viðbótar til að leiða það mál til lykta.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag staðfestir Pétur H. Blöndal, alþingismaður og formaður nefndarinnar, að meðal niðurstaðna séu áform um að ellilífeyrisaldur hækki um þrjú ár í áföngum yfir langt tímabil eða á 36 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert