Telur ásetning ekki fyrir hendi

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson.
Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki hefði verið sakfellt í Al Thani-málinu samkvæmt dönskum lögum, þar sem hvorki hefði verið sannað að ásetningur til umboðssvika hefði verið fyrir hendi né að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað. Þetta er mat Eriks Werlauff, lagaprófessors við Álaborgarháskóla, sem unnið hefur lögfræðilegt mat á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir verjendur þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi. Werlauff gagnrýnir einnig rannsókn málsins og telur hana stangast í veigamiklum atriðum á við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Þeir Hreiðar Már, Ólafur, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hlutu allir fangelsisdóma á bilinu þrjú til fimm og hálft ár í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember síðastliðnum fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og fyrir markaðsmisnotkun, með þætti sínum í sölu á hlutabréfum í Kaupþingi til Mohammeds Al Thanis, sjeiks frá Katar. Verjendur áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar og verður málið tekið fyrir 26. janúar næstkomandi.

Í kjölfar dómsins báðu verjendur þeirra Hreiðars Más og Ólafs Erik Werlauff að fara yfir dóminn og veita lögfræðilegt álit á efni hans, en Werlauff hefur verið prófessor í viðskipta- og fyrirtækjarétti við háskólann í Álaborg frá árinu 1989. Lars Bo Langsted, prófessor í refsirétti við Álaborgarháskóla, veitti síðan verjendum umsögn um álit Werlauffs og tók undir það í meginatriðum. Werlauff fékk aðgang að þeim gögnum málsins sem hann bað um, en þar á meðal voru ákærur í málinu, greinargerðir, þýðingar á lagaákvæðum og skýrslur lykilvitna. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Werlauff greitt fyrir þann tíma sem hann lagði í gerð skýrslunnar.

Enginn auðgunarásetningur

Werlauff fer yfir dóm héraðsdóms út frá dönskum lögum, Evrópurétti og Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða hans er sú, að ekki hefði verið sakfellt fyrir umboðssvik að dönskum rétti, þar sem tvo grundvallarþætti skorti til þess. Í fyrsta lagi hefði þurft að sanna ásetning sakborninga til þess að hagnast sjálfir eða tryggja þriðja aðila hagnað á viðskiptunum. Í öðru lagi hefði þurft að sýna fram á að ásetningur sakborninga hefði verið sá að valda Kaupþingi skaða. Kemst Werlauff að þeirri niðurstöðu að sakborningar hafi þvert á móti reynt að auka hagnað Kaupþings með því að koma í verð hlutabréfum í eigu bankans sem annars væru verðlaus. Werlauff rökstyður skoðun sína með því að nefna nokkur fordæmi úr dönskum rétti, þar sem sýknað var fyrir skort á ásetningi. Werlauff tekur fram að í tilviki umboðssvika hefði ekki verið hægt að gera Hreiðar Má ábyrgan fyrir mistökum undirmanna sinna, þar sem hann vissi ekki af þeim.

Raunveruleg sala á bréfunum

Werlauff lagði einnig mat á þann hluta dómsins sem sneri að markaðsmisnotkun. Er það niðurstaða hans að ekki hefði heldur verið sakfellt fyrir þann þátt málsins að dönskum rétti, þar sem sala hlutabréfanna til Q Iceland Finance, félags Al Thanis, hefði verið raunveruleg sala og Al Thani hefði við hana orðið hinn raunverulegi eigandi hlutabréfanna. Hann myndi því bera þann hagnað eða það tap sem yrði á verði bréfanna.

Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hefði verið skylt að tilkynna það til Kauphallar Íslands að Ólafur Ólafsson átti eitt af þeim fyrirtækjum sem komu að fjármögnun sölunnar til Al Thanis. Werlauff hafnar því með vísun í tilskipanir Evrópusambandsins, sem einnig gilda hér á landi. Kaupþing hefði hvorki haft þá skyldu né nokkurn rétt til þess að tilkynna fjármögnun sölunnar og hefði bankinn í raun orðið brotlegur við lög um bankaleynd hefði hann gert það.

„Svívirðileg“ framkoma

Sterkt er tekið til orða í áliti Werlauffs um þá ákvörðun sérstaks saksóknara að láta alþjóðalögregluna Interpol lýsa eftir Sigurði Einarssyni. Segir hann, að ef atburðarásinni sé rétt lýst fyrir sér, sé framkoma ákæruvaldsins „svívirðileg“ og geti líklega talist brot á tveimur greinum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, sér í lagi ákvæðið um að menn teljist saklausir uns sekt sannast og friðhelgi einkalífs.

Á þeim tíma stóð eingöngu til að yfirheyra Sigurð og vitað var hvar hann hélt sig. Lögregla og saksóknari hefðu því verið í slæmri trú þegar þau lýstu eftir Sigurði sem flóttamanni.

Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var ...
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var saksóknari í Al-Thani-málinu. mbl.is/Ómar

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...