Hægt að skoða leiðréttinguna

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu niðurstöðu skuldaleiðréttingar heimilanna …
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu niðurstöðu skuldaleiðréttingar heimilanna í Hörpu í gær, ásamt fjölmennri verkefnisstjórn sem skipuð var til að vinna að framkvæmdinni. mbl.is/Kristinn

Langflestir þeirra sem sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum íbúðalánum geta í dag séð niðurstöðuna á vefnum leidretting.is. Það á við um ein 94 þúsund af þeim 105 þúsund kennitöluhöfum sem umsóknir komu frá.

Alls bárust umsóknir frá um 69 þúsund heimilum. Eftir er að vinna úr 10% umsókna, þeim er snerta þá lántaka sem breytingar hafa orðið hjá á síðustu árum. Samanlagt verður um 150 milljörðum varið til að lækka höfuðstól lánanna, þar af koma um 70 milljarðar vegna skattfrjálsrar inngreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar á höfuðstól lána.

Á kynningarfundi í Hörpu í gær kom fram að höfuðstóll einstakra lána getur lækkað um allt að 20% á næstu þremur árum. Nýti heimilin úrræði leiðréttingarinnar til fulls gæti mánaðarleg greiðslubyrði lána lækkað á tímabilinu um 13-15%, eða um tæpar 15 þúsund krónur af 15 milljóna kr. láni frá árinu 2007.

Sjá nánar hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »