Þetta var engin skyndiákvörðun

Dallilja og Gunnar hafa verið gift í 27.562 daga, lengst …
Dallilja og Gunnar hafa verið gift í 27.562 daga, lengst hjóna sem búsett eru á Íslandi. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Dallilja Jónsdóttir og Gunnar Jónsson í Stykkishólmi gengu í það heilaga laugardaginn 27. maí árið 1939, þegar brúðurin var 18 ára og brúðguminn 26.

Nú eru þau 93 og 101 árs, búsett á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og hafa verið gift í 75 ár og 168 daga.

Einungis ein íslensk hjón hafa verið lengur í hjónabandi og varði það hjónaband í 75 ár og 297 daga. Þau fluttu vestur um haf ári eftir giftinguna og eru Dallilja og Gunnar því þau hjón búsett á Íslandi sem hafa verið gift lengst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert