Byggt verði á samningaleið

mbl.is/Brynjar Gauti

Drög að frumvarpi um nýtt fiskveiðistjórnarkerfi og álagningu veiðigjalda grundvallast á niðurstöðu sáttanefndarinnar svonefndu sem skilaði áliti fyrir fjórum árum. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra kynnti drögin á fundi með þingmönnum beggja stjórnarflokkanna í gær. Krafist var trúnaðar þingmanna.

Nefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur lengi unnið að undirbúningi frumvarpsins. Leið sáttanefndarinnar byggist á kvótakerfinu, þó þannig að horfið verði frá úthlutun aflaheimilda með núverandi fyrirkomulagi og þess í stað verði teknir upp nýtingarsamningar við útgerðarfyrirtæki til tiltekins árafjölda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag staðfestir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, að sáttaleiðin sé grundvöllurinn en getur ekki greint frá einstökum efnisatriðum. „Það verður að búa til rekstrarumhverfi þannig að bankar og lánastofnanir séu tilbúnar til að lána fyrirtækjum í greininni til uppbyggingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »