Sigurjón unir ekki dómnum og áfrýjar

Sigurður G. Guðjónsson heilsar upp á Sigurjón Árnason, skjólstæðing sinn, …
Sigurður G. Guðjónsson heilsar upp á Sigurjón Árnason, skjólstæðing sinn, í Héraðsdómi Reykjavíkur við upphaf aðalmeðferðar í málinu í október. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans. Þetta staðfestir verjandi Sigurjóns í samtali við mbl.is.

„Sigurjón er búinn að fela mér að tilkynna ríkissaksóknara það að hann unir ekki dómnum og óski eftir að honum verði áfrýjað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur hans. Hann segir einnig að dómurinn hafi komið sér á óvart en Sigurjón var í morgun  dæmd­ur í 12 mánaða fang­elsi, þar af níu mánuði skil­orðbundið, fyr­ir markaðsmis­notk­un í starfi sínu hjá Lands­bank­an­um.

„Sigurjón mun áfrýja vegna þess að hann telur að engin sönnunargögn sem lögð voru fram í héraði geti leitt til þessarar niðurstöðu. Það var enginn sem vitnaði um það að hann hafi lagt á ráðin um markaðsmisnotkun í bankanum og það eru engin skrifleg sönnunargögn og ekkert sem bendlar hann við markaðsmisnotkun í bankanum,“ segir Sigurður.

Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn að Sigurjón verði sýknaður af ákærunni segir Sigurður svo vera. „Ég er alltaf bjartsýnn og vona jafnframt alltaf að ég hafi rétt fyrir mér. Það er hægt að sakfella menn á grundvelli sýnilegra sönnunargagna og misburða og það er ekkert svoleiðis sem bendlar Sigurjón við markaðsmisnotkun, þannig ég hlýt að vera bjartsýnn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert