Upplifa náttúruna í öllu sínu veldi

Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu
Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það skemmtilegasta er að sjá háhyrningana, hvali og upplifa náttúruna en það leiðinlegasta er sjóveikin; hún er ekki skemmtileg,“ segir Sol sem er níu ára og ranghvolfir augunum um leið.

Hún býr í seglskútu við Reykjavíkurhöfn ásamt foreldrum sínum, Jay og Natöshu, og systrum sínum tveimur, Lunu átta ára og Caribe tveggja og hálfs árs, næsti fjölskyldumeðlimur bætist við í mars. Fjölskyldan ætlar að hafa vetursetu við höfnina og halda siglingunni áfram til Evrópu í sumar.

Börnin skoppa um dekkið á skútunni og príla á milli báta af miklu öryggi, en skútan þeirra, Messenger, liggur að stærri bát við höfnina. Fjölskyldan, öll með tölu, er mikið siglingafólk. Það sýndu þau með siglingunni frá Kanada til landsins sem var jafnframt erfiðasta og lengsta siglingin þeirra til þessa; 14 dagar án þess að koma í land. Þau segja slíkt reyna á en stelpurnar hafi sofið stærstan hluta leiðarinnar.

Elstu stelpurnar tvær ganga í Austurbæjarskóla og líkar vel. Sú eldri var heima, örlítið lasin, þegar Morgunblaðið fékk að kíkja í heimsókn í skútuna. Sú yngsta rölti um í Frozen-náttfötum, lék sér með dúkkur og reyndi að halda uppi samræðum við blaðamann á spænsku og ensku til skiptis.

Sol segir skólann á Íslandi mun betri en þann sem hún sótti í Bandaríkjunum. „Þar þurfti maður að skrifa allt niður eftir því sem kennarinn skrifaði á töfluna. Maður lærir ekkert af því,“ segir hún ábúðarfull.

Samhent og ástfangin hjón

Leiðir þeirra hjóna lágu saman fyrir níu árum. Jay sem er frá Kaliforníu hafði gert upp bát og sigldi til Kostaríku, þar hitti hann Natöshu í heimalandi hennar. Eftir það hafa þau siglt um heiminn og stoppað í lengri eða skemmri tíma til að vinna, safna sér peningum og halda áfram að ferðast og kynnast fleiri ævintýrum. 

„Hér erum við á besta stað í bænum, öll þjónusta er í göngufæri og við fáum menninguna beint í æð. Þannig er þetta við hverja höfn.“ Ljómi færist yfir andlit allra fjölskylumeðlima þegar sundlaugarnar ber á góma.

Ísland varð fyrir valinu því þau kynntust Íslendingnum Jóhanni Valdimarssyni, sem talaði svo vel um landið. „Við ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því.“ Þeim líkar dvölin vel en furða sig á hitanum en þau komu í október.

Karíbaeyjar og Ísland

„Caribe fæddist einmitt þarna þar sem þú situr,“ segir Natasha við blaðamann. Caribe kom í heiminn á Karíbaeyjum líkt og nafn hnátunnar vísar til. Faðirinn Jay tók á móti henni. Natasha fæddi öll börnin á náttúrulegan hátt, eins verður með barnið sem kemur í mars. Hún er alltaf í nánu sambandi við ljósmóður ef eitthvað skyldi koma upp á. Jay er að minnsta kosti klár að taka á móti næsta barni og segir hann upplifunina einstaka. Kannski vísar nafnið á því ófædda til íss og elds?

Natasha er ljósmyndari að mennt og með meistaragráðu í vídeólist frá háskóla í New York. Hægt er að fylgjast með fjölskyldunni á vefsíðunni familiacoconut.com.

Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu
Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu
Jay og Natasha búa ásamt börnum sínum í skútu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Innlent »

Íslenskan breiðist út

07:37 Icelandic online er íslenskunámskeið sem nýst hefur og nýtast mun íslensku-nemendum út um allan heim.  Meira »

Gul veðurviðvörun

06:37 Víða allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag. Snarpir vindstrengir við fjöll sem eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir frá hádegi á Suðurlandi og Faxaflóa og Breiðafjörð frá klukkan 14. Meira »

Konur auka hagvöxt

06:31 Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni. Á undanförnum áratugum hefur aukin atvinnuþátttaka kvenna hækkað hagvaxtartölur að meðaltali um 10-20% á ári, segir í skýrslunni. Meira »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Fjórir eru sakborningar

05:30 Fjórir menn hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa.  Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...