Krefst frávísunar í samráðsmáli Byko og Húsasmiðjunnar

Byko og Húsasmiðjan.
Byko og Húsasmiðjan. mbl.is

Verj­end­ur ell­efu sak­born­inga í verðsam­ráðsmá­l­inu svo­kallaða lögðu fram greinar­gerðir við fyr­ir­töku máls­ins í Héraðsdómi Reykja­ness í morg­un. Alls eru þrett­án ákærðir í mál­inu, sem sér­stak­ur sak­sókn­ari höfðaði á hend­ur starfs­manna Húsa­smiðjunn­ar, Byko og Úlfs­ins bygg­inga­vara í maí sl. vegna gruns um verðsam­ráð. Sak­born­ing­arn­ir neituðu all­ir sök í mál­inu þann 22. maí sl.

Ein frá­vís­un­ar­krafa var lögð fram í dag, og verður hún tek­in fyr­ir þann 4. des­em­ber nk. Þá verður tveim­ur verj­end­um sem ekki lögðu fram greina­gerð í dag gef­inn frest­ur til 14. janú­ar nk. þegar næsta fyr­ir­taka í mál­inu fer fram.

Fyr­ir­huguð aðalmeðferð í mál­inu mun hefjast þann 11. fe­brú­ar í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Vegna fjölda sak­born­inga er ekki hægt að reka málið í Héraðsdómi Reykja­ness, og mun aðalmeðferðin því fara fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Málið, sem var í rann­sókn í rúm þrjú ár, er gríðarlega um­fangs­mikið og skjala­fjöld­inn tæp­lega fimm þúsund blaðsíður. Rann­sókn­in hófst í mars 2011 þegar Sam­keppn­is­eft­ir­litið og efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra fram­kvæmdu hús­leit­ir hjá Byko, Húsa­smiðjunni og Úlf­in­um - bygg­ing­ar­vör­um. 

Í fyrstu voru 19 manns hand­tekn­ir en þeim sleppt að lok­um yf­ir­heyrsl­um. Rúmri viku síðar voru 15 manns hand­tekn­ir og færðir til frek­ari yf­ir­heyrslu. Loks voru þrett­án ákærðir. Aðrir sem hand­tekn­ir voru eru þó hugs­an­leg vitni í mál­inu að sögn sér­staks sak­sókn­ara. Sönn­un­ar­gögn í mál­inu eru meðal ann­ars tölvu­póst­ar og sím­töl á milli starfs­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert