Tónlistarskólar í greiðsluvanda fá fyrirframgreiðslu

mbl.is/Kristinn

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að veita fjármálastjóra borgarinnar framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan geti numið allt að 35 milljónum króna.

Fram kemur í fundargerð borgarráðs að borgarstjóri hafi lagt tillöguna fram í dag, en hún er svohljóðandi:

„Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, áætlað framlag vegna kennslukostnaðar tónlistarskóla fyrirfram einn mánuð í senn fram til 31. desember 2014. Frá 1. janúar 2015 verður aftur horfið til eftir á greiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi. 

Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan geti numið allt að 35 m.kr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert