Stjórnin alltaf upplýst

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki er að sjá að samdráttur í starfsmannahaldi Ríkisútvarpsins hafi ennþá skilað sér í lægri launakostnaði fyrirtækisins. Þetta segir í minnisblaði um málefni RÚV sem Ríkisendurskoðun hefur sent fjárlaganefnd Alþingis.

Í minnisblaðinu er vikið að þeirri ákvörðun stjórnar RÚV að gera tilraun til að auka tekjur fyrirtækisins með því að leigja út skrifstofuhlutann. Segir að ásókn í hið lausa húsnæði virðist ekki mikil sem stendur.

Þá segir í minnisblaðinu í tilefni af fyrirspurn frá fjárlaganefnd að ekkert bendi til annars en að stjórn Ríkisútvarpsins hafi alltaf verið upplýst um afkomu, stöðu og horfur fyrirtækisins ásamt tillögum til aðgerða. Stjórn RÚV beri eins og stjórnir annarra félaga ábyrgð á rekstri fyrirtækisins ásamt útvarpsstjóra sem annist daglegan rekstur. Undan þeirri ábyrgð geti stjórnarmenn ekki vikist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »