Gefur Listasafni Reykjavíkur 42 verk

Fyrr í mánuðinum var opnaði sýning í Hafnarhúsinu með verkum eftir austurríska listamanninn Gunters Damisch en hann hefur gefið öll 42 verkin á sýningunni til Listasafns Reykjavíkur. Öll verkin nema eitt eru þrykk og Damisch, sem er prófessor við listaháskólann í Vín, nýtur mikillar virðingar í heimalandinu. 

Ekki er sjálfsagt mál að gefa safninu myndir og þarf sérstök nefnd að koma saman og ákveða hvort safnið taki við slíkum gjöfum.

Sýningin sem verður uppi fram í lok janúar ber titilinn Veraldir og vegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert