Náttúrugjald í stað náttúrupassa

Einhugur er innan stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) um það að leggja til svokallað náttúrugjald sem innheimt er af ferðamönnum hjá hótelum og gististöðum til uppbyggingar ferðamannastaða á Íslandi. Þykir þessi leið vænlegri en svokallaður náttúrupassi sem seldur yrði ferðamönnum, og er mikil samstaða hjá félagsmönnum um málið. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, í samtali við mbl.is.

Stjórn­völd hafa talað fyrir því að taka í notk­un nátt­úrupassa og yrðu tekj­ur af hon­um nýtt­ar til þess að sinna uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða. Aðalfundur SAF 2013 ályktaði að samtökin væru tilbúin í að skoða möguleika náttúrupassa en þegar það var gert urðu spurningarnar fleiri en svörin að sögn Helgu.

Þegar Ragn­heiður El­ín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frestaði framlagningu frumvarps um náttúrupassa síðastliðið vor, skipaði SAF nefnd sem fór í faglega vinnu til að fá fram skýran vilja félagsmanna hvað varðar gjaldtökufyrirkomulag til uppbyggingu ferðamannastaða. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hugmyndir um náttúrupassa væri ekki sú leið sem vænlegast væri að fara, en frekar ætti að líta til náttúrugjaldsins.

Mikilvægt að rýra ekki ásýnd náttúrunnar

Nefndin var að störfum frá apríl þar til nú fyrir stuttu og að sögn Helgu vann hún á faglegan og hlutlausan hátt. Í starfi nefndarinnar fólst m.a. að funda með félagsmönnum um land allt, senda út skoðanakönnun til að meta áhrifaþætti mismunandi fyrirkomulaga, funda með mismunandi hagsmunaaðilum, fá lögfræðiálit og vega og meta mismunandi hugmyndir. 

Stjórn SAF kynnti niðurstöður nefndarinnar á félagsfundi á mánudag. Helga segir ekkert eitt fyrirkomulag augljóst, en eftir að hafa vegið og metið mismunandi skoðanir og gerleika mismunandi gjaldtökufyrirkomulaga hafi niðurstaðan verið sú að SAF telji það einföldustu og skilvirkustu leiðina að leggja mjög hóflegt gjald á ferðamenn, sem innheimt er á hótelum og gististöðum. Þessi leið rýri jafnframt á engan hátt ásýnd náttúrunnar.

„Félagsmenn lögðu hvað mesta áherslu á að það gjaldtökufyrirkomulag sem lagt verður upp með rýri ekki á neinn hátt þessa ásýnd,“ segir Helga. „Skoðanakannanir hafa sýnt að um áttatíu prósent ferðamanna sem koma til landsins gera það vegna náttúrunnar og stærstur hluti þessara ferðamanna nefna kyrrð og ró okkar sérkenni. Hvers konar gjaldtaka og eða eftirlit er rask á þessu.“

Funduðu með ráðuneytinu í dag

SAF funduðu með ráðuneytinu í dag þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Helga segir það mikilvægt og eðlilegt að ráðuneytið viti nákvæma afstöðu samtakanna, en ráðherra hefur talað fyrir náttúrupassanum undanfarna mánuði. „Frumvarpið liggur ekki fyrir og við vitum ekki nákvæmlega hvað í því felst en ráðherrann hefur líka talað um að skoða aðrar útfærslur svo við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu.“

Helga segir of mörgum spurningum enn ósvarað hvað varðar náttúrupassann, til að mynda hvað varðar innheimtu, eftirlit og markaðssetningu. „Við teljum mjög mikilvægt að nú þurfi að höggva hnútinn og tryggja einfalda gjaldtöku svo hægt sé að horfa fram á við,“ segir hún. „Gjaldtökufyrirkomulagið er einn þáttur í þeirri vegferð og það þarf að klára það.“

Möguleiki að skoða gjaldtöku á virðisaukandi þjónustu

Hækkunin á gistináttaskattinum er sú lausn sem SAF horfa til, en Helga segir að einnig megi hugsa sér að skoða möguleika hvað varðar á gjaldtöku á virðisaukandi þjónustu, t.d. möguleika á að rukka fyrir bílastæði eða salernisnotkun. 

„Við þurfum að horfa á það hvernig við ætlum að byggja upp og tryggja uppbyggingu íslenskrar náttúru. Það er stóra verkefnið og á það þurfum við að fara að leggja alla áherslu á,“ segir Helga að lokum.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...