Fágætur kambandarsteggur í Heiðmörk

Kambandarsteggurinn sem nú fer á milli vatna og tjarna í …
Kambandarsteggurinn sem nú fer á milli vatna og tjarna í Heiðmörkinni er líklega sami fuglinn og sást þar í vor Ljósmynd/Hafsteinn Björgvinsson

Kambandarsteggur, ættaður frá Norður-Ameríku, hefur haldið sig á vötnum Heiðmerkur undanfarið. Kambönd er fágæt og því rauðmerkt í fuglafréttum á vefnum fuglar.is.

Þetta er fjórði fuglinn af þessari tegund sem sést hefur hér. Kamböndin er fiskiönd líkt og toppönd, gulönd og hvítönd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hafsteinn Björgvinsson, sem hefur fylgst með dýralífi á brunnsvæðum OR í Heiðmörk og nágrenni, sagði að sennilega væri þetta sami fugl og sást fyrst í mars á þessu ári. Hann hegðar sér alveg eins nú og fuglinn sem þá sást. Þá var kamböndin í búningi fugla á fyrsta ári og var talið að um ungan kvenfugl væri að ræða. Fuglinn sem nú gistir Heiðmerkurtjarnirnar er í fullorðinsbúningi og fer ekki á milli mála að þar er steggur á ferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert