Hafa ekki lesið bók Össurar

Ruddaleg vinnubrögð, dapurleg tíðindi, valdníðsla, vonbrigði með þróun mála, friður rofinn, óskiljanlegt að ríkisstjórnin vilji fara í stríð.

Þessi orð eru meðal þeirra sem þingmenn stjórnarandstöðunnar létu falla á Alþingi í morgun.

Undir liðnum fundarstjórn forseta kom fram að lagt hefði verið til í atvinnuveganefnda Alþingis í morgun að átta virkjanakostir yrðu settir í nýtingarflokk og að ein vika verði gefin til umsagnar um tillöguna. Þetta efni fundar nefndarinnar kom ekki fram á dagskrá fundarins.

Gagnrýndi stjórnarandstaðan einna helst að gefinn væri afar stuttur tími til að skila inn umsögnum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra steig fljótlega í pontu.

„Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú sem studdu síðustu ríkisstjórn og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni, um nákvæmlega þetta mál, var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni. „Það er svakalegur lestur.“

Átta kostir fari í nýtingarflokk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert