Stela öllu með einum smelli

Ægir og Hákon á fundinum í dag.
Ægir og Hákon á fundinum í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tölvuöryggi á Íslandi var í aðalhlutverki á hádegisfundi sem Varðberg hélt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Á fundinum sögðu þeir Hákon L. Åkerlund og Ægir Þórðarson frá þeim öryggishættum sem steðja að landinu um þessar mundir þegar það kemur að m.a. tölvum, tölvupósti og netbanka. 

Þeir sögðu frá því hvernig fólk sé platað í að smella á tengla í annað hvort tölvupóstum eða heimasíðum. Er einstaklingurinn látinn trúa því að hann þurfi að smella á tengilinn en um leið og smellt er eignast óprúttnir aðilar gögn úr tölvum viðkomandi. „Þegar það næst að sýkja vélina geta óprúttnir aðilar gert það sem þeim sýnist við hana án þess að notendurnir viti af því,“ sagði Hákon í dag.

Ekki í kjallaranum hjá mömmu

„Það kannast allir við staðalímyndina af hakkara sem sést í Hollywood myndum, þykkur maður í kjallaranum hjá mömmu sinni að hakka sig inn í tölvukerfi FBI. Svona er þetta ekki í alvöru, en þessi hakk heimur er mun hættulegri en sá sem maður sér í bíómyndunum,“ sagði Ægir.

Að mati Ægis og Hákonar hjálpa vírusvarnir lítið sem ekkert í dag. Heldur á að passa upp á að uppfæra vélarnar og forrit í þeim eins og Adobe, Flash Player og Java reglulega.

Ægir og Hákon starfa báðir við öryggis- og tæknimál Landsbankans. Sögðu þeir frá því að að öryggi netbanka skipti gífurlega miklu máli.

Gríðarleg aukning hefur verið síðustu mánuði á Íslandi á tilraunum til þess að brjótast inn í tölvur og síma. Nefndu þeir tölvupósta sem þykjast vera frá ákveðnum samfélagsmiðlum eða fyrirtækjum og biðja viðkomandi um að ýta á tengil. Jafnframt voru nefndar símhringingar frá óþekktum númerum á næturnar. Þegar hringt er til baka er síðan millifært frá reikningi inn á annan.

„Ég hefði ýtt á þennan link“

Sýndu þeir dæmi um tölvupóst sem barst nýlega öllum í The Law Society í England, semsagt langflestum lögfræðingum landsins. Þar er allt sett upp eins og tölvupóstur frá virtu fyrirtæki, allar upplýsingar um viðkomandi réttar og viðtakandinn beðinn um að smella á tengil. Um leið og tengillinn opnast fer vírus inn í tölvuna og þeir sem senda póstinn komast inn í allt. Lögðu þeir Ægir og Hákon áherslu á hversu vel vírusinn var dulbúinn sem hefðbundinn tölvupóstur.

„Ég hefði ýtt á þennan link,“ sagði Hákon.

Lögðu þeir áherslu á mikilvægi þess að skoða tengla sem eiga að vera frá ákveðnum fyrirtækjum. Sögðu þeir frá tölvupósti sem átti að vera frá Símanum. Þar var sagt að fyrirtækið ætli að endurgreiða viðkomandi pening. Beðið er um að smellt sé á tengil og gefi upp kreditkortaupplýsingar. Þar var vel hægt að sjá að upp kom erlent lén sem tengdist Símanum ekki neitt. En ef gefið er upp kreditkortanúmer eru þau hirt og notuð, sagði Hákon.

Stöðugt að verða betri í íslensku

Bætti Ægir við að íslenskan í þessum póstum sem eiga að vera frá íslenskum fyrirtækjum sé alltaf að verða betri og betri. „Annað hvort er Íslendingur að vinna með  þeim eða Google Translate sé orðið svona gott. Ég hef þó ekki trú á því,“ sagði hann. 

Á fundinum í dag kom fram að 95% allra óværa fara í gegnum vefinn. 80% þeirra koma af löglegum vefsvæðum. Jafnframt innihalda 39% af öllum möguleika til þess að stela gögnum, fjárhagsupplýsingum, notendanöfnum, lykilorðum og persónuupplýsingum.

„Árásum á landið eru aðeins að aukast,“ sagði Ægir.

Lýstu þeir því hvernig þeir starfa þegar það kemur að netbanka Landsbankans en þar var tekið upp nýtt öryggiskerfi fyrir þremur mánuðum síðan.

„Í sjálfu sér skiptir notendanafn og lykilorð engu máli. En ef við sjáum eitthvað sem bendir til þess að það er ekki sami einstaklingur og venjulega inni á netbankanum lokum við honum,“ segir Ægir.

Brjótast í auknum mæli inn í snjallsíma

Tölvuhakkarar eru jafnframt í auknum mæli farnir að brjótast inn á snjallsíma. Það er alvarlegt mál þar sem fólk er með viðkvæmar upplýsingar, eins og til að mynda aðgang að netbanka inn á símum og verður það líklega algengara á næstu árum. Að sögn þeirra Ægis og Hákonar er þetta öryggisatriði sem fólk veltir minna fyrir sér heldur en öryggi tölva. Tölvuvírusar geta þó ollið alveg jafn miklum skaða á símtækjum.

Einnig var fjallað um persónustuldur sem er stórt vandamál í heiminum. Var nefnt að í Svíþjóð eru kennitölur og nöfn misnotuð til þess að kaupa til dæmis bíl. Getur það orðið til þess að fórnarlambið kemst á svarta lista hjá hinum ýmsu stofnunum.

Jafnframt geta aðilar hakka sig inn á tölvupóstaðgang og haft samskipti í nafni fórnarlambanna.

Á fundinum kom jafnframt fram að 60 til 70% íslenskra tölva séu sýktar á einn eða annan hátt. „Notandinn þarf að vera viss hvað er að gerast. Þetta er ekki bíómynd, þetta er raunverulegt. Það er verið að stela peningum og gengið út frá því að þið vitið ekki neitt ekki,“ sagði Hákon.

Fundurinn var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Fundurinn var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Orkupakkinn með fyrirvara

05:30 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins, með þeim fyrirvara að sá hluti reglnanna er snúi að flutningi raforku yfir landamæri muni ekki koma til framkvæmda nema Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. Meira »

Greiðsla úr sjóði er háð þátttöku fólks

05:30 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Í gær, 18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...