Fjölgun sem hefur áhrif

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður segir að verulega sjái á gróðri …
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður segir að verulega sjái á gróðri á Þingvöllum vegna álags. mbl.is/Sigurður Bogi Sigurðsson

Ferðamönnum til Þingvalla hefur á tíu árum fjölgað um 77% en árið 2004 voru þeir 332 þúsund. Gert er ráð fyrir 588 þúsund ferðamönnum til Þingvalla í ár.

Gríðarlega hefur fjölgað þeim ferðamönnum sem heimsækja Þingvelli yfir dimmustu vetrar-mánuðina; janúar, febrúar, nóvember og desember. Þannig er áætlað að þeir hafi verið um 21 þúsund árið 2004 en 71 þúsund árið 2013, sem er fjölgun upp á 238%.

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerðu í sumar könnun meðal ferðamanna á Þingvöllum og kynntu niðurstöður sínar í gær þar sem þetta kemur fram. Um þær er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »