Fólk beðið um að teipa rúður

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Þeim tilmælum er beint til fólks á Suðurnesjum af aðgerðastjórn björgunarsveita á svæðinu að teipa rúður að innan vegna hættu á að þær brotni. Þegar eru dæmi um að rúður hafi splundrast í húsum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er mikið álag á björgunarsveitum og fólk af þeim sökum beðið að fara að þessum tilmælum.

Björgunarsveitarmenn hafa sinnt miklum fjölda útkalla á Suðurnesjum í dag og kvöld að sögn Bjarneyjar S. Annelsdóttur, yfirvarðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum. 

„Tré hafa rifnað upp með rótum og það voru svalir að fara á einum stað. Fyrir utan þetta hefðbundna. Þetta er bara orðið mjög mikið.“

Aðspurð segir Bjarney 59 björgunarsveitarmenn að störfum á svæðinu auk lögreglumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert