Fólkið getur ekki beðið

Frá ráðuneytiunu í morgun þar sem starfsfólk Fiskistofu afhenti áskorun …
Frá ráðuneytiunu í morgun þar sem starfsfólk Fiskistofu afhenti áskorun til ráðherra. mbl.is/Þórður

Starfsfólk Fiskistofu hefur nú á þriðju viku reynt að ná sambandi við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í von um að fá að afhenda honum áskorunina sem lesin var upp í ráðuneytinu í morgun og afhent starfmanni ráðuneytisins.

Að sögn Ingu Þóru Þórisdóttur, sviðsstjóri starfsmanna- og gæðasviðs Fiskistofu voru fjórar tilraunir gerðar, ýmist í gegnum síma eða tölvupóst, en voru þær án árangurs.

„Skaðsemin getur orðið svo gríðarlega mikil,“ Inga Þóra í samtali við mbl.is

Hún segir andann ekki góðan innan stofnunarinnar, þrír starfsmenn hafi þegar hætt störfum, einn til viðbótar sé búinn að segja upp og aðrir horfi í kringum sig eftir öðrum störfum. Aðeins einn starfsmaður Fiskistofu hyggst flytja með stofnuninni til Akureyrar.

„Fólk þarf bara að taka þá vinnu þegar hún býðst, það getur ekki beðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert