Ráðherra ákveði aðsetur stofnana

Mjög hefur verið deilt um flutning Fiskistofu til Akureyrar, en …
Mjög hefur verið deilt um flutning Fiskistofu til Akureyrar, en hún hefur nú aðsetur í Hafnarfirði. Um 40 starfsmenn Fiskistofu mættu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í morgun í von um að fá að afhenda Sigurði Inga Jóhannessyni sjávarútvegsráðherra áskorun vegna flutningsins. mbl.is/Árni Sæberg

Endurvekja á almenna heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. 

Í eldri lögum um Stjórnarráð Íslands var kveðið á um heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra. Sú heimild féll hins vegar niður án skýringa við endurskoðun laganna árið 2011 og án þess að umræða hefði farið fram um þá breytingu á Alþingi, að því er segir í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins.

„Er talið rétt og eðlilegt að umrædd lagaheimild verði endurvakin enda hefur verið litið svo á að ákvörðunarvald um þetta sé eðlilegur hluti stjórnunarheimilda ráðherra gagnvart stofnunum sem undir hann heyra. Að óbreyttu má ætla að sérstaka lagaheimild þyrfti í hverju tilviki ef staðsetja ætti stofnun í hús utan sveitarfélagamarka Reykjavíkur. Verður slíkt vart talið eðlilegt,“ segir ráðuneytið.

Bæta upplýsingagjöf til fjölmiðla og almennings

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert