Stilling klukkunnar alltaf málamiðlun

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. mbl.is/Golli

„Ég hef miklar efasemdir um neikvæð heilsufarsleg áhrif af fljótri klukku. Í því sambandi er athyglisvert að svefnhöfgi unglinga virðist engu minna vandamál í þeim löndum þar sem klukkunni er seinkað að vetri til,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur.

Hann segir það klukkuna fremur en dagsbirtuna sem ræður því hvenær unglingar fara að sofa á kvöldin. Sums staðar erlendis hafi það gefist vel að hefja skólahald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Egilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyrirlestur Bjargar Þorleifsdóttur, lektors við Læknadeild Háskóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni um eina klukkustund. Íslendingar væru að skapa sér vanda með núverandi fyrirkomulagi sem hefur meðal annars slæmar afleiðinfar fyrir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsufræðilegt heimsvandamál,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann segist jafnframt hafa þá athugasemd að Björg, ásamt mörgum öðrum, einblíni á eina afleiðingu þess að seinka klukkunni í stað þess að skoða málið frá öllum hliðum. 

Hverri tilhögun fylgja kostir og ókostir

„Stilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir,“ segir Þorsteinn, en bendir á að þegar núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968 hafi meginástæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukkuna.

Í pistli sínum um seinkun klukkunnar segir hann markmiðið með lagasetningunni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föstum tíma allt árið. „Skoðanakönnun leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sumartíma“) en óbreytta („vetrartíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukkur skyldu stilltar eftir miðtíma Greenwich.“

Raddir komið fram síðustu ár sem kalla á breytingu

Eftir breytinguna má segja að friður hafi ríkt um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu á ný. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000), og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breytinga sé óskað eftir svo langa sátt um núgildandi fyrirkomulag. Þar kemur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vaxin upp ný kynslóð sem man ekki það fyrirkomulag sem áður gilti og þekkir ekki af eigin raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skapast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, nýrrar tækni og nýrra sjónarmiða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin um lagasetningu sem óhjákvæmilega snertir hvern einasta Íslending að meira eða minna leyti.“

Bjartari morgnar dýrkeyptir

Þá bendir hann á að seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnanna og það sé tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman. Óumdeilt er, að flestir kjósa flýtta klukku á sumrin, því að lengri tími gefst þá til útivistar.“

Falsvonir um batnandi líðan við að seinka klukkunni

Þorsteinn bendir jafnframt á að í þingsályktunartillögunni sé horft framhjá þeirri staðreynd að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna ekki síður en sólarljósið og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu. „Í þjóðfélagi nútímans ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum falsvonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni.“

Þá segist hann hræddur um að mörgum myndi bregða í brún þegar þeir yrðu varir við það að myrkrið skylli á klukkustund fyrr síðdegis, eins og myndi gerast ef klukkunni væri seinkað. „Dóttir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukkunni var breytt þar frá sumartíma yfir á vetrartíma. Hún orðaði það svo að breytingin síðdegis hefði verið afar óþægileg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleirum, bæði austanhafs og vestanhafs,“ segir Þorsteinn.

Loks segir hann rétt að vekja athygli á því að mikill fjöldi fólks í heiminum býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjáist vel ef tímakort Almanaks Háskólans er skoðað.

Brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni

mbl.is

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...