Stilling klukkunnar alltaf málamiðlun

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. mbl.is/Golli

„Ég hef miklar efasemdir um neikvæð heilsufarsleg áhrif af fljótri klukku. Í því sambandi er athyglisvert að svefnhöfgi unglinga virðist engu minna vandamál í þeim löndum þar sem klukkunni er seinkað að vetri til,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur.

Hann segir það klukkuna fremur en dagsbirtuna sem ræður því hvenær unglingar fara að sofa á kvöldin. Sums staðar erlendis hafi það gefist vel að hefja skólahald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Egilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyrirlestur Bjargar Þorleifsdóttur, lektors við Læknadeild Háskóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni um eina klukkustund. Íslendingar væru að skapa sér vanda með núverandi fyrirkomulagi sem hefur meðal annars slæmar afleiðinfar fyrir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsufræðilegt heimsvandamál,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann segist jafnframt hafa þá athugasemd að Björg, ásamt mörgum öðrum, einblíni á eina afleiðingu þess að seinka klukkunni í stað þess að skoða málið frá öllum hliðum. 

Hverri tilhögun fylgja kostir og ókostir

„Stilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir,“ segir Þorsteinn, en bendir á að þegar núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968 hafi meginástæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukkuna.

Í pistli sínum um seinkun klukkunnar segir hann markmiðið með lagasetningunni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föstum tíma allt árið. „Skoðanakönnun leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sumartíma“) en óbreytta („vetrartíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukkur skyldu stilltar eftir miðtíma Greenwich.“

Raddir komið fram síðustu ár sem kalla á breytingu

Eftir breytinguna má segja að friður hafi ríkt um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu á ný. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000), og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breytinga sé óskað eftir svo langa sátt um núgildandi fyrirkomulag. Þar kemur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vaxin upp ný kynslóð sem man ekki það fyrirkomulag sem áður gilti og þekkir ekki af eigin raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skapast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, nýrrar tækni og nýrra sjónarmiða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin um lagasetningu sem óhjákvæmilega snertir hvern einasta Íslending að meira eða minna leyti.“

Bjartari morgnar dýrkeyptir

Þá bendir hann á að seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnanna og það sé tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman. Óumdeilt er, að flestir kjósa flýtta klukku á sumrin, því að lengri tími gefst þá til útivistar.“

Falsvonir um batnandi líðan við að seinka klukkunni

Þorsteinn bendir jafnframt á að í þingsályktunartillögunni sé horft framhjá þeirri staðreynd að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna ekki síður en sólarljósið og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu. „Í þjóðfélagi nútímans ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum falsvonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni.“

Þá segist hann hræddur um að mörgum myndi bregða í brún þegar þeir yrðu varir við það að myrkrið skylli á klukkustund fyrr síðdegis, eins og myndi gerast ef klukkunni væri seinkað. „Dóttir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukkunni var breytt þar frá sumartíma yfir á vetrartíma. Hún orðaði það svo að breytingin síðdegis hefði verið afar óþægileg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleirum, bæði austanhafs og vestanhafs,“ segir Þorsteinn.

Loks segir hann rétt að vekja athygli á því að mikill fjöldi fólks í heiminum býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjáist vel ef tímakort Almanaks Háskólans er skoðað.

Brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni

mbl.is

Innlent »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

21:30 Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Stoppuð upp á Hlemmi?

21:30 Komin á níræðisaldur stendur Fjóla Magnúsdóttir vaktina daglega í Antikhúsinu við Skólavörðustíg og býr sig nú undir að flytja aftur í Þverholtið, þar sem hún opnaði búðina fyrst árið 1988. Hún segir áhuga á antík minni en áður var en engin ástæða sé þó til að örvænta. Meira »

Salerni karla og kvenna skuli aðgreind

21:20 Áform mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um að koma upp ókyngreindum salernum fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Meira »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

í gær „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Miði á Guns N´Roses 24.júlí
Til sölu vegna forfalla einn miði í stæði á tónleika Guns N Roses verð: 18.900 ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...