Vogunarsjóður undirmálslánakóngs selur 50 milljarða kröfur sínar á slitabú Glitnis

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins Johns Paulsons hefur selt allar þær kröfur sem sjóðurinn átti á slitabú Glitnis.

Þetta má lesa út úr nýjustu kröfuskrá Glitnis sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Sjóðurinn Paulson Credit Opportunities Master var í hópi stærstu kröfuhafa búsins og átti kröfur fyrir um 53 milljarða að nafnvirði í apríl síðastliðnum. Voru það um 2,4% allra samþykktra krafna Glitnis. Miðað við núverandi gangverð má áætla að markaðsvirði krafnanna sé um 16 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »