Segir starfsfólkið fá upplýsingar

Stefnt er að því að höfuðstöðvarnar verði fluttar til Akureyrar …
Stefnt er að því að höfuðstöðvarnar verði fluttar til Akureyrar á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, segir ekki rétt að starfsfólk stofnunarinnar fái ekki upplýsingar um efni funda undirbúningshóps sem stýrir undirbúningi flutnings höfuðstöðva Fiski frá Hafnarfirði til Akureyrar líkt og kom fram á mbl.is fyrr í þessari viku.

„Áður en við fórum af stað héldum við fund með starfsmönnum og lýstum því sem við ætluðum að gera. Við settum sérstakan dálk inn á innri vef fyrirtækisins sem ber heitið „Breytingar á Fiskistofu“ þar sem við setjum fréttir,“ segir Eyþór í samtali við mbl.is.

„Þar segjum við frá því sem fundurinn er að gera, hvenær hópurinn hittist, hvað við erum að fást við og hvernig okkur miðar í því, ef við höfum lokið verkefnum og hvað við gerum næst. Þarna setjum við einnig einnig skjöl sem varða verkefnið þannig að hægt sé að fletta þeim öllum upp á einum stað.“

Aðspurður segir Eyþór á undirbúningshópurinn ákveði ekki hvenær starfsfólkið flytur, heldur sé það ákvörðun fiskistofustjóra. „Rætt verður við hvern og einn starfsmann þegar það á við,“ segir hann og bætir við að það verði ekki fyrr en flutningurinn er orðinn löglegur. „Það fer nú að skýrast þannig að það fer að verða hægt að vinna úr þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert