Man þegar sumartíminn var festur

Breytingar á klukku hafa verið ofarlega í huga fólks að undanförnu en færri muna eftir því þegar þegar árið skiptist í sumartíma og vetrartíma á árabilinu 1917 til 1968 þegar sumartíminn var festur til frambúðar hér á landi. Það gerir Örnólfur Thorlacius þó sem var menntaskólakennari á þeim tíma. 

Á fyrirlestri um klukkuþreytu sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að klukkuþreyta (e. social jetlag) kunni að hafa margvísleg lýðheilsuleg vandamál í för með sér. Mis­ræmi á milli staðar­klukku og sól­ar­klukku er talin valda þreytu og ein­beit­ing­ar­skorti. Björg Þor­leifs­dótt­ir, lektor við Lækna­deild Há­skóla Íslands, benti á að íslensk ungmenni svæfu t.a.m. skemur en en jafnaldrar þeirra.

Í samtali við mbl.is segist Sturla Sær Erlendsson, nemandi við Menntaskólann við Sund, vera mjög hlynntur hugmyndinni um að seinka klukkunni um eina klukkustund líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Mögulega yrði léttara að rífa sig upp á morgnana og fara í skólann. Rögnvaldur Þorgrímsson, nemandi í sama skóla, tekur undir það og bætir við að börn á leið í skólann væru öruggari í meiri birtu.

Man breytinguna vel

Það er því forvitnilegt að heyra hlið Örnólfs Thorlacius, fyrrverandi rektors Menntaskólans við Hamrahlíð og fyrrverandi ritstjóra Náttúrufræðingsins. Hann segir að þegar sumartíminn var lögfestur árið 1968, sem þýðir að sól­ar­upp­rás, há­degi og sól­ar­lag er einni klukku­stund seinna á Íslandi en nátt­úru­leg sól­ar­klukka seg­ir til um, hafi hann ekki getað fundið að það hefði nein áhrif á nemendur sína í framhaldsskóla. Áhrifin gætu verið meiri á yngri börnin, enda séu skólar nú sumir hverjir farnir að hefja kennslu síðar.

Ingunnarskóli í Grafarholti er einn þeirra sem farinn er að hefja kennslu kl. 8:30 en ekki klukkan 8:10 eins og er víðast hvar. Sú venja að hefja skólahald um kl. 8 á líka upptök sín í því þegar skólahald var tvísett og aðrir nemendur komu um hádegisbil. Nú eru grunnskólar þó einsetnir samkvæmt lögum.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert